Anacondas: The Hunt for the Blood Orchid ATH! Þeir sem yfir höfuð hafa áhuga á að sjá þessa kvikmynd eru varaðir við spoilerum.

Eitt af markmiðum mínum þetta sumarið er að horfa á svolítið af kvikmyndum. Hvort sem þær eru gríðarlega góðar eða hrikalega leiðinlegar. Anacondas: The Hunt for the Blood Orchid er ein af þeim myndum sem ég myndi telja hrikalega leiðinlega.

Ekki veit ég hvort að myndin hafi verið eitthvers konar framhald af Anaconda (1997) þar sem stórstjörnurnar Jennifer Lopez og Ice Cube voru á meðal leikara. Eftir að hafa séð Anacondas: THFTBO er ég ekki viss hvort ég treysti mér í þá gömlu, sjáum til.

Myndin hefur að geyma alla karakterana sem prýða lélega spennumynd. Við höfum einn eitilharðan gaur, Bill (Johnny Messner), sem kallar ekki allt ömmu sína og á hverja gullsetninguna á fætur annarri. Nefni sem dæmi þegar ein gjellan spyr “What happened?” þegar hún sér eitthvern gaur allan útí kúk uppí tré, þá svarar hann með dimmri röddu “Anacondas.”. Síðan höfum við japanann/kínverjann/tælendinginn (Karl Yune) sem er gáfaður og massaður og veit allt um hausveiðarana í skóginum. Tvo svertingja (Eugene Byrd & Morris Chestnut), einn rólegan og einn sem gjörsamlega flippar alltaf. Leikstjórinn hefur líklega sagt við hann “Öskraðu bara eins mikið og þú mögulega getur.”. Auðvitað eru gjellur í myndinni, ein sem getur ekki kúkað í kamri (Salli Richardson) og eina súpergjellu (KaDee Strickland) sem fellur auðvitað fyrir eitilharða gaurnum, tilviljun?. Ekki má svo gleyma mest pirrandi karakter sem ég hef séð en hann var leikinn af Matthew Marsden sem spannar því miður ekki það glæsilegan feril . Þessu var svo öllu saman hrært í einn graut og útkoman var skrautleg.

Í stuttu máli fjallar myndin um hóp sem ætlar í leiðangur í þeim tilgangi að finna ákveðna blómategund sem hefur að geyma efni sem kann að lengja líf mannsins. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt eiga þau von á að græða mikinn pening og eru sumir gráðugri en aðrir, þá sérstaklega pirrandi gaurinn. Það vill einmitt svo skemmtilega til að hann tekur mikla áhættu þegar þau eru að sigla með Bill að bjóða honum meiri pening til þess að fara “hættulegu leiðina”. Endar það með ósköpum einsog búast mátti við eða þau detta niður foss! Ofan á þetta allt saman stendur einmitt yfir “mökunartímabil” Anacondunnar sem hefur stækkað um of vegna einmitt plöntunnar sem þau eru að leita af. Einn fellur af öðrum og á endanum standa fáir eftir, survival of the fittest ef svo má að orði komast.

Tækniatriðin a.k.a. slönguatriðin voru ekki uppá marga fiska. Ég er viss um að fyrri mynd hafi tekist betur til hvað tækniatriði varðar. Í byrjun sá maður slönguna aldrei lengur en í 3sek. og svo loksins þegar maður sá hana almennilega þá var hún mjög svo gervileg og asnaleg, því miður, og maður óskaði þess næstum að atriðin hefðu bara staðið í 3sek.

Á www.imdb.com er kvikmyndin að fá 4.1 í einkunn sem er held ég bara ásættanlegt fyrir þessa kvikmynd. Hún allavega ekki skilið betri einkunn. Frá engri stjörnu uppí fimm gef ég myndinni 1 heila stjörnu!

Ekki veit ég hvernig ég fór að því að eyða tíma mínum í að skrifa um þessa mynd en ég er kannski bara að halda ykkur frá því að horfa á hana ef þið voruð að spá í því. Þessi kvikmynd er aðeins ætluð ungum vitleysingum einsog bróður mínum sem er 11 ára.