Þessi áhrifamikla mynd sýnir rasisma í réttu ljósi og hefur hún haft mikil áhrif á kvikmyndabransann og fólkið sem hefur séð hana.

Myndinni er leikstýrt af (Tony Kaye) og handritið er eftir (David Mckenna). (Edward Norton) var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikarinn fyrir leik sinn í þessari mynd og leika einnig (Edward Furlong)..Terminator, (Ethan Suplee) sem er þekktur best fyrir leik sinn sem heimska bróðir Earl Hickey í My name is Earl og eru einnig margir aðrir góðir leikarar í þessari kvikmynd.

Derek Vineyard (Edward Norton) leikur strák sem missti pabba sinn sem var að slökkva eld í svartra manna hverfi og var skotið hann við vinnu sína.
Strákurinn eldist og varð sterkari og gjörsamlega hataði alla svertingja og innflytjendur. Litli bróðir hans Danny (Edward Furlong) sem er 16 ára í myndinni lítur á hann sem fyrirmynd og vill hann verða alveg eins og hann. Derek stofnaði klíku (Skinheads) sem voru á móti öllum innflytjendum og gengu margir snarbrjálaðir nasistar í hana.

Eitt kvöld voru þrír svertingjar að reyna að ræna bíl fjölskyldunnar og fór Derek út og drap 2 þeirra en þriðji slapp. Hann fékk 3ja ára fangelsisvist fyrir það og þegar hann slapp út var hann breyttur maður og snýst myndin um það og að hann reynir að snúa hug bróður síns og láta hann verða venjulegan strák aftur og ekki láta hann fylgja fótspora sinna.

Ég mæli sterklega með þessari mynd og vona ég að þið leigið hana ef þið hafið ekki séð hana.