Eins og allir vita þá er mynd númer tvö á leiðinni í kvikmyndahús og ákvað ég í því tilefni að fjalla aðeins um hana og aðstandendur hennar. Á posteri fyrri myndarinnar stóð stórum stöfum “Protecting the earth from the scum of the universe” en á nýja posternum stendur “Coming To Rid Your Earth of the Scum of the Universe… Again!”. En það skiptir engu máli, snúum okkur að söguþráðnum.
Will Smith muna að sjálfsögðu fara með aðalhlutverkið sem Agent J og er hann í vanda staddur og leitar til Agent K (Tommy Lee Jones) og reynir að endurbyggja minnið hans. Verður fróðlekt að fylgjast með þeim félögum.

Barry Sonnenfeld mun að sjálfsögðu leikstýra henni eins og hann gerði fantavel í þeirri fyrri. Hann er 48 ára og hefur gert nokkrar “alltílagi”myndir svo sem; The Adams Family, Get Shorty, Wild Wild West og Big Trouble (ný mynd með Tim Allen, Jason Lee, Omar Epps, Rene Russo, Tom Sizemore og Johnny Knoxville (Jackass)).

Ég bíð að sjálsögðu spenntur eftir þeirri fyrri (eins og margir aðrir) til hliðsjónar því að Will Smith og Tommy Lee Jones passa vel saman og eru einnig mjög góðir leikarar og líka það að fyrri myndin var frábær.

Men in black 1 ****1/2 af *****