Apocalypto Þá er nýjasta mynd Mel Gibsons Apocalupto komin út. Ég missti af henni í Bíó en dreif mig í 2001 og keypti hana.

Stuttlega er þessi ræma um Jaguar Paw sem lifir ásamt ófrískri konu og syni í skógum Mið Amríku. Hann ásamt ættbálki sínum er tekinn höndum af Mayan hópi of færður til borgar Mayan til fórnar. Jaguar náði að fela konu sína og son í áras Mayan hópsins. Þegar til borgarinnar er komið nær hann að sleppa og hefst eltingarleikur, þar sem jaguar reynir að sleppa frá Mayan stríðsmönnum, ásamt því að reyna komast til fjölskyldu sinnar aftur. Myndin hröð og áhrifamikil. Ég er farinn að líka mjög vel við að hafa myndir í sinu upprunalegu tungumáli.
Verður raunverulegri og nær sögunni.

Hljóð og texti: Eins og í The Passion of the christ er myndin ekki á ensku í þetta skipti er hún á hinu forna Mayan tungumáli. Þetta gerir myndina áhrifameiri eins og í TPOTC. Myndin er í mjög góðu dolby digital 5.1 og DTS. Hljóðið er mjög gott og tónlistin nýtur sín mjö vel í DTS hljóðrásinni.

Mynd: Widescreen í hlutföllunum 1.85:1. Myndin er tær og hrein og litir mjög skærir.

niðustaða: Melurinn klikkar ekki í þessari frumlegu mynd. Þótt söguþráðurinn er klisja þá er búið að krydda þetta upp að hætti Mel Gibsons. Mæli hiklaust með þessari í safnið.