Brotherhood of the Wolf Brotherhood of the Wolf er ný frönsk spennumynd byggð á handriti Stéphane Cabel og Christophe Gans. þess má geta að hún sýnd í Háskólabíói.

Myndin fjallar um tvo aðkomu menn í þorpi einu í Frakklandi Grégoire de Fronsac (Samuel Le Bihan ) og Mani (Mark Dacascos ). Þeir eru sendir frá París af skipunum konungsins til að rannsaka dularfull morð á konum og ungum börnum. Fórnarlömbin eru talin í tugatali og lýtur út fyrir að eitthvað yfirnáttúrulegt hafi fengið sér í svanginn því fórnarlömbin eru langt frá því að vera heil eftir árásinar. Indjáninn Mani og Frakkinn Gregoire reyna leita uppi þessa ófreskju en á leiðinni verða þeir varir við ýmsa skríttna hluti sem tengjast á einn eða annan hátt og hver veit nema þeir nái að ráða ófreskjuna af dögum eða hvort það verði öfugt?

Brotherhood of the Wolf er með vissan Hollywood keim yfir sér þó svo að hún gæti aldrei verið úr smiðju Hollywood. Í myndinni eru svakalega flott bardagaatriði sem ég verð að segja að séu ein flottustu sem ég hef séð á hvítatjaldinu. Hljóðið spilar stóran þátt í myndinni en höggin og dununar í bíóinu henda manni til og frá í sætinu. Handritið er vel út pælt og þarf áhorfandinn að vera frekar klókur ef hann á að komast að plottinu því gefinn eru bútar sem maður þarf sjálfur að raða saman og getur það reynst heldur flókið. Myndatakan er einnig einstaklega vel gerð, með henni og nánast fullkomnu hjóði fáum við Hasar/spennumynd sem gerist vart betri en þá er bara leikurinn eftir. Leikararnir tveir Mark Dacascos og Samuel Le Bihan standa sig mjög vel og er Mark Dacascos sem leikur karakterinn Mani einn svalasti karakter sem komið hefur á hvíta tjaldið í langann tíma. Ég hef ekki haft eins mikið gaman af karakter frá því síðast ég sá Pitch Black þar sem Vin Diesel fór með hlutverk Riddick.

Brotherhood of the Wolf er með nánast enga galla að mínu áliti og vona ég hreynt og innilega að Kanarnir fari nú ekki að gera endurgerð af þessari mynd því hún er fullkomin eins og hún er. Myndin er frönsk eins og búast megi að þið hafi tekið eftir og bíð ég spenntur eftir næstu mynd þeirra því þessi var besti spennu thriller sem ég hef séð í langann tima.

Brotherhood of the Wolf: **** af ****