The Crimson Rivers Ég hafði nokkrar væntingar til þessarar myndar. Hún hafði verið að fá góða dóma, með frábærum leikurum og ekki spillti að það var sagt að hún væri svona cross á milli Silence Of The Lambs og Seven ( báðar snilldar myndir ). En mér til mikilla vonbrigða stóðst hún væntingar mínar engan veginn.Hún byrjaði ágætlega, Pierre Niéman ( Jean Reno ) er fenginn til þess að rannsaka morð í litlum bæ. Á nánast sama tíma er Max Kerkérian ( Vincent Cassel ) að rannsaka vanhelgun á grafreit stúlku sem dó fyrir u.þ.b 20 árum. Leiðir þeirra liggja svo saman ( málin tengjast einnig ) og byrja þeir að rannsaka þetta vel og vandlega, og komast þeir síðan að dularfullri ráðgátu. Myndin er mjög hröð á köflum, vel tekin og umfram allt nokkuð vel leikin. Umhverfið var flott ( enda í frönsku ölpunum marr ), en getur ekki verið, myndin breytist allt í einu í einhvað kjaftæði. Bardagaatriði sem minna á Crouching Tiger Hidden Dragon koma allt í einu, ég meina harðsoðin kung-fu atriði, hvað í fjandanum eru þau að gera þarna? Ég meina, ha??? Ég ætlaði bara að fara hlægja að allri þessari vitleysu, gaurinn er að kýla og sparka í einhverja franska ný-nasista, ppffff. Og síðan voru svo mikið af líkum og limlestu fólki að það hætti að vera ógeðslegt, það varð bara hlægilegt. Blóðið og allt það var bara yfirdrifið, manni varð bara alveg sama. Og síðan var endirinn aðeins of mikið rugl, og myndin var einnig aðeins of fyrirsjáanleg. Ekkert sérstök mynd, en þó er vel hægt að horfa á hana.

**/****