Besti leikari sem ég hef vitað um er pottþétt Robert DeNiro. Sumar myndir sem að hann leikur í eru hinsvegar alger skandall en hvað með það hann hefur leikið í það mörgum góðum.
Fyrsta skráða kvikmyndsem hann lék í heitir Greetings en henni leikstýrði Brian de Palma. Hi Mom framhaldið af henni kom svo 2 árum seinna út. Hann sló fyrst í gegn í myndinni Mean Streets sem er leikstýrð af Martin Scorsese. En ári eftir að hún kom út kemur hápunktur ferils hans út mynd Francis Ford Coppola The Godfather Part II þar lék hann Young Don Vito Corleone. Fyrir túlkun hans á Vito var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna í fyrsta sinn og vann. Tvem árum seinna lék hann í annari snilldar mynd sem er Taxi Driver. Fyrir leik sinn í henni var hann aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna en vann ekki. Árið 1978 kom út The Deer Hunter sem er Víetnamstríðsmynd. Fyrir leik sinn í henni var hann tilnefndur til Óskars í 3. sinn en vann ekki en hins vegar var The Deer Hunter valinn best myndin. Næsta myn sem hann lék í var Raging Bull og hann fékk sinn annan Óskar fyrir hana.
Síðan þá hefur Robert DeNiro ekki fengið fleiri Óskara en fékk tvær tilnefningar fyrir Awakenings (1990) og Cape Fear (1991). En samt sem áður hefur hann leikið í fullt af góðumum eins og: The King of Comedy, The Mission, The Untoucahbles, Midnight Run, Goodfellas, Awakenings, Cape Fear, Casino Heat, Wag the Dog, Analyze This og Meet the Parents.