Harry Potter slær aðsóknarmet Júragarðsins. Fyrsta kvikmyndin um enska galdrastrákinn Harry Potter “Harry Potter and the Sorcerer's stone”, sem að eins og flestir vita er byggð á samnefndri bók eftir rithöfundin J.K Rowling sló yfir helgina aðsóknarmet framhaldsins af Júragarðinum, Lost world með þó nokkrum mun. Myndin, sem kostaði rétt um 125 milljónir dollara að framleiða plús 40 milljónir í markaðsetningu náði að hala inn meginhlutan af kostnaðinum yfir frumsýningarhelgina(föstudagur til sunnudags).

Tekjur af sýningu myndarinnar námu rétt um 94 milljónum dollara sem er rétt um 10 miljarðar króna en fyrra met Lost World var 72 milljónir dollarar. Fyrstu almennu sýningar á myndinni voru snemma á Föstudaginn en myndin var sýnd í 3.672 bíó-húsum víðsvegar um Bandaríkin, Kanada og einnig í Bretlandi þar sem hún er kölluð “Harry Potter and the Philosopher's stone”

Samkvæmt könnunum sem voru gerðar meðal áhorfenda eftir myndina voru flestir á þeirri skoðun að myndirnar brygðu ekki mikið út frá sögunni; væru næstum því alveg eins og að myndin kæmi vel út sem slík.

Segja má, að myndin komi sem bjargvættur fyrir Warner Bros en þeir hafa ekki átt neina mynd mjög vinsæla mynd síðan að The Perfect Storm kom út árið 1999 og telja fróðir menn að ef þessi mynd hefði ekki staðið undir væntingum hefði framtíð fyrirtækisins orðið mjög óljós.

Tökur á framhaldinu af myndinni munu byrja á Morgun(Mánudaginn) og vonast Warner Bros. Til þess að Harry Potter myndirnar munu eignast stóran, traustan aðdáendarhóp, líkt og þeir sem fylgja Star Wars og James Bond.