Freddy Krueger Freddie Krueger er án efa ein þekktasta persóna sem hefur komið fram á hvíta tjaldinu. Hver þekkir ekki brennda anlitið, hattinn og nátturulega hanskann. Hann kom fram fyrst í kvikmyndinni “ A NIGHTMARE ON ELM STREET ” árið 1984 og hafa komið 6 framhöld af þeirri mynd. Hann var skapaður af Wes Craven sem hefur leikstýrt mörgum frægum hrollvekjum*. Robert Englund leikur Freddy frábærlega í öllum 7 myndunum og er talin af Maltin vera “the first new horror-film star since Cushing and Lee”

Sagan á bak við Freddy er að hann var barnamorðingi og drap mörg börn í grennd við Álm stræti, þegar hann var loksins handtekin gleymdist að skrifa undir leitarheimildina og honum var sleppt. Þá ákveða bæjarbúarnir að taka lögin í sínar eigin hendur og brenna hann lifandi í gamalli verksmiðju semað hann vann í. En í staðinn fyrir að deyja og fara til helvítis þá semur hann við eitthverja djöfla(kom fram í #6). Allavegana þá samdi hann við þá um að hann haldi áfram að drepa en aðeins öðruvísi en áður, í draumum fórnarlambana. Hann byrjar nátturulega á því að hefna sín á börnum þeirra sem drápu hann en þau eru ekki nóg fyrir allar myndirnar svo að hann drepur bara þá krakka sem að tengjast eitthvað Álm stræti eða sýslunni sem að hún er í.

A Nightmare on Elm Street er frábært dæmi um framhaldsmyndir sem eru gerðar bara til að græða pening. Fyrsta myndin varð svo vinsæl að í seinni myndunum þurfti voða lítið að hafa fyrir handriti. En með hverri mynd varð Freddy vinsælli. Í mynd #6 “ FREDDY IS DEAD: THE FINAL NIGHTMARE ” er hann drepinn fyrir fullt og allt en Wes Craven skapari hans var ekki ánægður með hvernig Freddy hafði orðið af. Í #1 er hann sýnur dökkur, drungalegur og mjög ógnvekjandi, segir voða lítið og kemur úr myrkrinu með klærnar sínar. En svoleiðis var Freddy ekki í seinni myndunum, nei, Freddy var orðin af grínista. Hann var ekki lengur drungalegur, dökkur eða ógnvekjandi því var skipt út fyrir brandarana, útlitið hans breyttist meira að segja umtalsverð, í #1 voru brunasárin blaut en í seinni myndunum voru þau nær gróin og var komin skinn yfir þau (þó að þau hafi verið brunasár ennþá). Wes vildi að fólk myndi eftir Freddy eins og hann skapaði hann, svo að hann byrjaði að skrifa nýtt handrit, New Nightmare, í þeirri mynd átti Freddy að hafa lifnað við, allir leika sjálfan sig, Wes, Robert, Heater Langenkamp(úr 1 og 3), John Saxon(1 og 3) og meira að segja Robert Shaw(stofnanda og framkvæmdastjóri “NEW LINE PICTURES”). Þótt ótrulegt megi virðast virkaði myndin alveg. Hún var næstum því jafn góð og #1, hún fékk meira að segja góða gagnríni Roger Ebert 3/4 og Maltin 3/4. En í þessari mynd er endirinn komin. Freddy er dáin fyrir fullt og allt. Nema bíddu heirðu auðvitað “FREDDY GOES TO HELL” nei það er til mynd sem heitir “JASON GOES TO HELL”. Já heirðu bara blanda þeim saman auðvitað , í endanum í “JGTH” kemur hendin á Freddy og tekur grímuna hans Jasons. Já þá átti að gera “ FREDDY VS. JASON ” en hætt var við það(vegna afskipta Wes, heirði ég eitthverstaðar). En þó að það muni kanski ekki koma fleiri myndir þá mun minningin lifa endalaust.

“Every kid knows who Freddy is. He's like Santa Claus, or King Kong.” (New Nightmare)

*
Scream 3 (2000), Scream 2 (1997), Scream (1996), Vampire in Brooklyn (1995), New Nightmare (1994), People Under the Stairs, The (1992), Shocker (1989), Serpent and the Rainbow, The (1988), A Nightmare on Elm Street (1984), Swamp Thing (1982), Hills Have Eyes, The (1978), Last House on the Left (1972)