Hotel Rwanda Það geta verið Spoilerar í þessu, en lesning þessi ætti ekki að skemma fyrir þér myndina ef þú hefur ekki séð hana…

Hotel Rwanda kom út árið 2004 og var leikstýrt af Terry George, sem meðal annars leikstýrði myndinn “Some Mother’s Son” (1996) og A Bright Shining Lie (1998). Með aðalhlutverk fara Don Cheadle (Oceans eleven, Traffic, Swordfish o.fl) og Sophie Okonedo (Æon Flux, The Jackal, Ace Ventura: When Nature Calls o.fl.) auk margra annarra stórgóðra leikara s.s. Nick Nolte í hlutverki Colonel Oliver hjá UN (Sameinuðu þjóðunum.)

Myndin er byggð á sönnum atburðum sem gerðust á Mille Collins hótelinu í Rúanda árið 1994. Hún fjallar um Paul Rusesabagina sem er lifandi enn í dag og sagði Don Cheadle sem leikur hann í myndinni að það hefði hjálpað honum mikið að fá að hitta Paul í eigin persónu.

Eins og áður sagði fjallar myndin um Paul Rusesabagina og sálarstríð hans á meðan barátta Hútú og Tútsí manna gengur yfir landið. Lengi hafði verið togstreita á milli Hútú og Tútsí, en skiptingu svartra manna í þessa hópa má rekja til þess tíma þegar Belgíumenn voru í Rúanda. Þeir skiptu svertingjum í þessa tvo hópa og eini sýnilegi munurinn virtist vera breiddin á nefi þeirra. Tútsí menn voru hærra settir hjá Belgum og sáu meðal annars um löggæslu. En þeir misnotuðu aðstöðu sína og kúguðu Hútú menn. Þegar Belgarnir fóru snerist dæmið við, Hútú menn fóru að sækja í sig veðrið og innbyggð reiði fór að brjótast fram.

Loks réðust Hútú menn fram og byrjuðu slátrun Tútsí manna. Mönnum, konum og börnum úr Tútsí hópnum var slátrað miskunarlaust og engum gefinn griður.

Paul er Hútu, en kona hans Tatianna er Tútsí, og þar af leiðandi börn þeirra líka.

Þegar Hútú menn byrja slátrunina verður Paul órólegur og fer að hafa áhyggjur af fjölskyldu sinni. En hann verður að halda áfram í vinnu sinni. Fljótlega eftir að hann kemur heim heyrir hann barsmíðar úti á götu og þegar hann fer að svipast um kemur í ljós að Hútú menn eru að ráðast á nágranna hans sem eru Tútsí. Þegar hann er kominn upp ú rúm til konu sinnar um kvöldið spyr hún af hverju hann hafi ekki gert neitt, af því að hann á inni greiða hjá fullt af háttsettum mönnum vegna vinnu sinnar. Paul svarar því að hann vinni að því að koma sér í mjúkinn hjá háttsettum mönnum til þess, að ef til þess kemur, hann geti hjálpað fjölskyldu sinni, og að það sé alveg sama hversu góður nágranninn hafi verið, þá hafi hann ekki verið í fjölskyldunni.

Þegar Paul kemur svo úr vinnunni daginn eftir sér hann hvar Hútú menn hafa tekið fjölskyldu hans höndum og ætla að skjóta þau. En Paul nær með naumindum að múta foringja þeirra til að sleppa þeim, og eftir það fer hann með fjölskylduna á Hótel Mille Collins.

Ekki verður farið náið í söguna eftir þetta, en Paul lendir í því að hótelstjórinn stingur af og skilur hann eftir við stjórnartaumana. Fljótlega er Mille Collins orðið griðastaður fyrir flóttamenn, bæði Hútú og Tútsí. Sameinuðu þjóðirnar reyna að hjálpa þeim eftir fremsta megni og tekst það að lokum, þó að þær hafi þurft frá að hverfa í nokkurn tíma vegna aðstæðna.

Myndin er í heildina litið mjög vel gerð og þaut strax í topp fimm hjá mér. Hún snertir við einhverju í hjarta manns, og ef ég hefði ekki verið í miðri skólastofu þegar ég sá hana, þá hefði ég farið að hágrenja yfir henni. Ekki síst vegna þess hver raunverulega sýn myndin gefur á ástandið þarna, maður finnur sársauka kvennanna sem hafa misst eiginmenn sína, mæðranna sem hafa misst börn sín og ekki síst finnur maður til með börnunum sem þurftu að horfa upp á foreldra sína drepna með köldu blóði.

*****/***** (5/5) Hiklaust. Frábær mynd sem á vel skilið öll 12 verðlaunin sem hún hefur unnið.

Heimildir: www.imdb.com og sögukennarinn minn.
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.