Mr. Bean's Holiday (2007) Já, fyrir nokkrum dögum skelti ég mér á nýjustu myndina um Bean og langaði þá í tilefni af því hve góð hún var þá langaði mig að skrifa grein um hana.
Mr. Bean's Holiday er nýjasta kvikmyndin um grínistann Mr. Bean og var það nú löng bið eftir nýju efni frá honum. Ég erð að segja að þessi mynd kom mér mjög skemmtilega á óvart og er það nú alveg óhætt að segja að Bean bregst ekki í þetta sinn.
Myndinni er leikstýrt af Steve Bendelack og í helstu hlutverkum eru: Rowan Atkinson, Emma de Caunes, Willem Dafoe, Jean Rochefort og Max Baldry.´
Ég tek það fram að þessi grein gæti innihaldið einhvern spoiler en þar sem að þetta er grínm,ynd þá skiptir það kannski ekki of allt of miklu máli.

Myndin hefst semsagt á því að Mr. Bean (Atkinson) vinnur ansi stóran vinning þar sem innifalið eru upptökumyndavél, Ferðamiði á kvikmyndahatíðinna í Cannes og gjaldeyri. Bean verður alveg í skýjunum með þetta og drífur sig af stað í ferðina. Bean verður ansi heltekinn af nýju myndavélinni sinni og eyðir mestöllum tíma sínum í að taka myndir og myndbönd af sjálfum sér, þetta allt verður einnig til þess að hann velsur því að faðir týnir syni sínum og Bean kynnist þessum litla dreng (Rochefort) og fer að hjálpa honum að finna föður sinn.
Svo fer eins og vanalega allt í háaloft, allt klikkar hjá Bean og hann gleymir alltaf einhverju o.s.frv.
Hann lendir einnig í allskonar ævintýrum og verður óafvitandi leikari í bíómynd á Cannes hátíðinni undir leikstjórn Carson Clay(Dafoe) sem endar með að reka hann.
Hann kynnist einnig ungri konu og lendir líka í alls kyns skemmtilegu og er það spennandi fyrir hann hvort hann kemst á hátíðina…

Þessi mynd er að mínu mati stórt skref uppávið, hún er alveg feiknarlega fyndin og einnig vel leikin. Rowan Atkinson er nú ekki vanur því að klikka sem Bean og er þessi mynd alls engin undantekning á því, annars er mikið af óþekktum leikurum í myndinni en ég varð ansi ánægður að sjá Willem Dafoe í myndinni, hann lék skemmtilegan egóista í myndinni og lék vel að sinni venju.
Mr. Bean er nú vitlausari í þessari mynd en nokkru sinni fyrr má segja, það er eins og að handritshöfundurinn hafi ákveðið að láta hvert einasta atriði myndarinnar verða fyndið og skemma fyrir aumingja Bean , hann einfaldlega getur kki komist gegnmum einn hlut án þess að gera eitthvað vitlaust:’D. Ég gjörsamlega vona að þeir haldi áfram að standa sig svona vel með Mr. Bean.
Eitt af bestu atriðum myndarinnar er trivia þegar Bean fer á einn ansi fínan veitingastað og fær þar fínustu kræsingar á borð við ostrur og humar og þar fer gjörsamlega allt í háaloft, einstaklega flott og fyndið atriði.

Þessi mynd er semsagt ansi góð og fyndin og hún kom mér feykilega mikið á óvart, ég bjóst alls ekki við að hún væri svona ansi góð. Þessi mynd endurvakti áhuga minn á Bean maður þarf að fara að tjékka aftur á gömlu góðu þáttunum sem maður grét úr hlátri yfir. Þetta er að vísu aðeins örðuvísi stíll á Bean núna heldur en í gamla efninu en engu að síður er það snilld.
Niðurstaðan er semsagt sú að allir ættu að kíkja á þessa mynd og verða þá mjög líklega ekki fyrir neinum vonbrigðum, hreint útsagt frábær afþreying!;)

****/*****