Okí ég sný aftur eftir smá pásu og hef horft á margar myndir. Ég sá Grindhouse í gær ´í bíó og hún er flott. Fyrst smá kynning á hvernig myndin er:

Robert Rodriquez: Hann er leikstjóri sem er þekktur fyrir brjálaðan stíl og heitt blóð. Margir hafa séð Desperado og Sin City og þykja þær algjör og sankölluð meistaraverk. óhætt að mæla með þeim. Það hafa kannski ekki margir séð stuttu myndina hans Bedhead en ég mæli með henni. Mjög flott.

Quentin Tarantino: Þessi varð þekktur fyrir eitursvalar myndir á borð við Reservoir Dogs og Pulp Fiction og var síðast umtalaður þegar Kill Bill myndirnar komu fyrir nokkrum árum. Flottur og heldur alltaf áfram að koma á óvart

En hvað er Grindhouse? Grindhouse eru tvær myndi sem þessir tveir setja saman back to back og maður sér í bíó. Inná milli eru svo trailerar sem eru mjög fyndnir =)
Ég sá þetta í gær.

Fyrstur var Rodriguez með mynd sína PLANET TERROR en hún er nú bara það mest cool sem ég hef séð! Það er ofbeldi næstum allan tímann og mjög flottar skrýmslabrellur! Mjög flott tónlist líka og allt gert til að skapa svona gritty fíling eins og hann varð þekktur fyrir í Sin City. Flottar persónur og brellur og meira ofbeldi en sést hefur gerir þessa mynd að hans meistarastykki!

Svo komu trailerar og man voru þeir flottir! Einn hét Don't annar hét Thanksgiving (minn besti en ekki fyrir viðkvæma) og sá þriðji hét NAZI werewulf women! Ætla ekki að segja meira en bara að Rob Zombie gerir einn þeirra en vil ekki skemma.


Þá byrjaði Tarantino eftir fyndna kisumynd sem segir manni að myndin sé bönnuð
Ég bjóst við mjög miku ofbeldi strax því Rodriguez var í stuði! en Tarantino ákvað að byrja myndina rólega og kannski til að byggja upp spennu? En brátt hófst fjörið þegar Kurt Russel (Snake og Mac í Thing) byrjaði. Hann leikur mjög brjálaðan mann sem á hættulegan bíl. FLOTT. Kannski ein besta Tarantinomyndin og þó er um margar FLOTTAR að velja frá þeim meistara.


Á heildina var þetta mjög góð bíóferð og allir í salnum voru að hljæja eða öskra og klappa. Flott lúkk á þessum myndum en þær eru látnar vera eins og gamlar bilaðar myndir. Og stelpurnar ÚFF.

Fjórar stjörnur!