ÞAÐ ER farið að rökkva, og þá er besti tíminn til þess að horfa
á drunglegar og spennandi hryllingsmyndir. Myndin Jeepers
Creepers er ein slík sem við munum forsýna og höfum við
þegar séð myndina. Við getum staðfest að þessi er mjög
spúkí, hröð, spennandi, á köflum ógeðsleg en umfram allt þá
er hún vel gerð og viðheldur drunga og dulúð af mesta megni,
til þess að halda áhorfandanum í sem mestri óvissu. Hún
kom okkur mjög á óvart og getum við því mælt með þessari
mynd fyrir alla sem eru 16 ÁRA OG ELDRI!!!

Við ætlum ekkert að uppljóstra neinu um söguþráð
myndarinnar, því minna sem þið vitið, þeim betur verðið þið í
stakk búin að takast á við hrottann og ófögnuðinn hellist yfir
ykkur…mú ahh ha ha ha ha HA HA!!!!!!

Nei, svona án gríns þá skal ég segja ykkur litla skemmtilega
sögu. Það vildi svo til að tveir ungir menn, eða öllu heldur
Undirtónamenn skelltu sér á sérstaka “preview” sýningu á
Jeepers Creepers hér ekki alls fyrir löngu. Vissum þeir ekki
nokkurn skapaðan hlut um þessa mynd og hlömmuðu sér því
í sal 2 í Háskólabíó, aleinir þar á bæ og skjálfandi á
beinunum. Eftir misheppnaðar tilraunir við að loka á eftir sér
salarhurðunum, rúllaði filman af stað og þessir ungu menn
upplifðu skuggalega og hrottafengna stemningu sem þeir
höfðu ekki orðið vitni að í þónokkuð langan tíma, þeim fannst
þeir nefnilega ekki getað þverfótað fyrir þessum eilífu
unglingahrollvekjum sem hafa trollriðið öllu síðastliðin ár. Það
var kominn andskotans tími til að upplifa smá alvöru hrotta,
spennu og hræðslu, enda risu hárin á umræddum drengjum
allvel meðan á sýningu stóð. Og þarna liggur hundshræið
grafið, Jeepers Creepers kann við fyrstu sýn að virðast vera
eins og allar hinar myndirnar, en sannleik-urinn er sá að hún
sker sig úr. Leikstjóri myndarinnar, Victor Silva hefur unun að
gömlum hryllingsmyndum sem gerðu meira út á skuggalega
stemningu frekar en hreina og beina hryllingsfroðu eins og
hún er að miklu leyti í dag. Helstu leikarar myndar-innar eru
líka ungir og frekar óþekktir, þannig að öll veðmál eru
af,…ALLIR geta steindrepist á hrottafullan hátt!
Jeepers Creepers hefur verið tekið misjafnlega í
kvikmyndaheiminum, sumir segja hana algjörlega frábæra á
meðan aðrir uppnefna hana öllum illum nöfnum, en hey,
menn hafa að sjálfsögðu mismunandi skoðanir og við biðjum
ykkur börnin góð að bíða með ykkar niðurstöður að myndinni
lokinni. Við mælum þó eindregið með því að þið takið
einhvern/ einhverja sem þið getið gripið í þegar verstu
senurnar birtast. Og…endilega ekki labba ein heim…

- Skráning er nú hafin á www.undirtonar.is, en myndin verður
forsýnd 22. nóv. klukkan 20.00 í Háskólabíó. Einnig er um að
gera að fylgjast vel með á PoppTíví en þeir munu gefa
heppnum áhorfendum miða á sýninguna þegar nær dregur
forsýningardegi.

ATH! Aðeins þeir sem skrá sig inn á póstlista Undirtóna munu
eiga möguleika á að komast í bíó!