Fimmtugasta greinin mín Requiem for a Dream og Platoon eru tvær bestu myndir sem ég hef séð. Þessi grein er fimmtugasta greinin mín og að því tilefni langar mér að fjalla um þær tvær hér að neðan. Ég gef ekki stjörnur núna því það liggur engi vafi á því hvað þær fá hjá mér.


Requiem for a Dream

Requiem for a Dream fjallar um þrjá unga vini Harry Goldfarb (Jared Leto), Marion Silver (Jennifer Connelly) og Tyrone C. Love (Marlon Wayans). Öll eru þau eiturlyfjanotendur og atvinulaus þar til einn daginn stingur Harry upp á því að þau fari að selja eiturlyf. Hugmyndinn er vel tekið og áður en þau vita af þá streima peningarnir í kassann. Allt er fullkomið hjá þremeningunum en eins og allir vita er ekker frítt í þessum heimi og svona hlutir of góðir til að vera sannir og kynnast þau því fyrr eða síðar.
Requiem for a dream er magnaðasta mynd sem ég hef séð, Darren Aronofsky er hreint og beint snillingur í leikstjórn og átti hann skilið óskarinn fyrir bestu leikstjórn og bestu mynd árið 2000 en eina sem þessi mynd komst nálægt óskarnum var tilnefning Ellen Burstyn (Sara Goldfarb) fyrir besta leik í aðalhlutverki. Ef ég sný mér aftur að Darren Aronofsky þá fyrir þá sem hafa séð Pi þá sjáið þið hvað hann notar sniðuga tækni við að koma áhorfandanum í snertingu við karakterinn í myndinni. Í Requiem for a dream nær hann svo góðu sambandi milli áhorfandans og karakteranna að maður finnur fyrir ef að persónan í myndinni líður ílla og manni líður vel ef hún er glöð. Það er mjög erfitt að lýsa þessu með orðum en þeir sem hafa séð eða munu sjá Requiem for a dream munu skilja hvað ég á við. Leikararnir í myndinni sýna frábæran leik og leikstjórinn kemur á filmu einstakan viðburð í sögu kvikmyndanna, handritið er byggt eftir sögu Hubert Selby Jr. “Requiem for a dream”



Platoon

Ein áhrifamesta stríðsmynd sem gerð hefur verið er án efa Platoon. Myndin hefur í sjálfu sér engan söguþráð heldur er áhorfandinn látin reika með einni liðsveit í í gegnum frumskógi Vietnam í stríðinu. Chris Taylor leikinn af (Charlie Sheen) er sögumaðurinn jafnt sem aðalpersóna myndarinnar og kynnumst við ýmsum karekturum úr sveitinni hans.
Oliver Stone sýnir og sannar að hann er snillingur ef hann fær rétta efnið til að leikstýra og ekki er hægt að andmæla því þar sem hann á baki sér margar frægar og góðar myndir. Dökkt yfirskin myndarinnar er snilldarlega útfært hjá Oliver Stone og sýnir hann hvernig stríð fari með mann og í hvað maður breytist þegar maður er að berjast upp á líf og dauða en Stone var sjálfur í Vietnam. Hatrið geislar af mönnunum og beisla þeir öllu hatri í garð óvinanna og það á grimmdarlegan hátt. Á vissum timapunkti í myndinni missir einn maður nærri vitið og drepur næstum óbreyttan Víetnama vegna hatursins í garð asíu búa sem hann kennir um vegna líða síns. Stuttu seinna bjargar hann óbreyttum Víetnama frá því að verða misþyrmt. Sýnir Stone á magnaðann hátt hversu brenglaður maður verður í stríði, ballansinn milli góðs og ílls fer gjörsamlega út um þúfur og fer það aðeins eftir því í hvaða skapi og aðstöðu maður er í og hvort maður sé virkilega vondur eða vill bara komast heim. Leikurinn í myndinni er frábær og gegnir tónlistin stóru hlutverki í myndinni. Allt þetta saman gerir eina bestu stríðsmynd sem gerð hefur verið að mínu mati. Mæli ég með að allir sjái Platoon því hún hafði rosaleg áhrif á mig og get ég ekki trúað öðru en að hún hafi sömu áhrif á ykkur.

Lokaorð

Eftir að Stanley Kubrick sá Platoon þá ákvað hann að gera Full Metal Jacket. Margir eru á því að sú síðarnefnda sé betri en mér fannst Platoon mikið betri. Einnig hafa flestir sagt að Apocalypse Now sú besta úr Vietnam en að mínu mati er Platoon betri en ef Apocalypse Now Redux verður eitthvað betri en upprunalega útgáfan þá gæti svo farið að mér finnist hún betri. Requiem for a Dream hefur ekki enn komið í bíóhús hér á landi en ég frétti að því að það væri hægt að nálgast hana á video á Laugarásvideoi. Flestir segja að Memento hafi verið besta mynd 2000 en fannst mér Requiem for a Dream betri þó svo að Memento hafi verið meistarastykki.
Núna hef ég komið með smá pælingar varðandi þessar tvær myndir og vona ég að þær hafi reynst vel fyrir þá sem nenntu að lesa :)