Pulp Fiction (1994) Pulp Fiction er kvikmynd síðan árið 1994 og er það ár oft talið eitt besta ár kvikmyndasögunnar. En það er alveg óhætt að segja að þessi sé með þeim stærri smellum sem gerðir hafa verið.
Myndinni er leikstýrt af sérstaka kvikmyndagerðamanninum Quentin Tarantino (Reservoir Dogs, Kill Bill) og er handritið einnig skrifað af honum og í helstu hlutverkum eru: John Travolta, Samuel L. Jackson, Uma Thurman, Bruce Willis og Ving Rhames.

Myndin segir frá þrem mismunandi sögum sem gerast á nokkurn veginn sama tíma, fyrsta sagan er um glæpamennina tvo, Vincent (Travolta) og Jules (Jackson) sem vinna fyrir einn aðal eiturlyfja og glæpakónginn að nafni Marsellus Wallace (Rhames) og fara þeir um og gera upp sakir við menn sem sem hafa átt viðskipti við Marsellus og fara hrottalega með þá.
Önnur sagan er um eiturlyfjavandamál Miu Wallace (Thurman) og um hvernig Vincent kemst í mikla klípu útaf því þegar hann þarf að vera með henni eitt kvöld þegar Marsellus fer í burtu og þarf hann að sjá til þess að ekkert fari úrkeiðis.
Þriðja sagan er um spilltan boxara að nafni Butch (Willis) og er um hvernig hann kemst í mikil vandræði eftir að hafa átt viðskipti við Marsellus Wallace.

Þessi mynd er ótrúlega vel gerð og frumleg, það er mjög flott að sjá hvernig handritshöfundurinn tengir saman þessar þrjár sögur og hvernig hann bindur fyrir alla lausa enda, handritið er bara frábærlega vel skrifað. Sögurnar allar eru snilld og er mikið “cult” í þeim, að mínu mati er önnur sagan sú besta en það eru skiptar skoðanir á því.
Mér fannst líka einstaklega vel valið í hlutverkin, td. er ótrúlega flott dansatriðið í myndinni og Tarantino hefur valið Travolta alveg sérstaklega fyrir það Svo finnst mér hlutverk Harvei Keitel’s alveg frábært og sniðugur karakter sem hann leikur og er atriðið með honum alveg einstakt. Samuel smell passar líka í hlutverk sitt og er það ótrúlega flott hvernig hann túlkar Jules og hvernig hann vitnar í biblíuna. Svo er Bruce Willis líka góður sem Butch en ef það er einhver leikari sem ég hefði viljað skipta, þá væri það Ving Rhames, ég hefði frekað viljað sjá Michael Clarke Duncan (The green mile) í hans hlutverki.
Myndin var tilnefnd til 7 óskarsverðlauna og vann hún ein af þeim, fyrir besta handrit. Það kemur kannski ekki á óvart afhverju hún vann svona lítið þegar hún er með myndir eins og The Shawshank redemption og Forrest Gump sem keppinauta.

En í heildina séð er myndin mjög vel leikin og frumleg og vel gerð og vel úthugsuð og finnst mér hún vel eiga skilið allar þær vinsældir sem hún hefur fengið, sumir segja að þetta sé mjög ofmetin mynd en það tel ég vera bull. Maður þarf að hafa vel þroskaðan kvikmyndasmekk til að geta haft gaman af þessari mynd og þess vegna er hún ekki fyrir hvern sem er. Myndin er ruglingsleg á köflum og krefst þarmeð mikils skilnings, ég þurfti að horfa á hana þrisvar til að fatta hana til alveg og ábyggilega margir aðrir líka.
En semsagt er niðurstaðan sú að þetta er frábær mynd og einstök “cult classic” og sýnir gott dæmi um glæpalíf í bandaríkunum sem er gaman að sjá, en ég mæli eindregið með því að þeir fáu sem ekki hafa séð myndina drífi sig í því.

****/*****