Jæja fyrst að jólin nálgast óðum ætla ég hér aðeins að fara yfir stærstu væntanlegu jólamyndirnar.
ATH öll release deitin ery fyrir usa!


THE WASH
Grínhasarmynd með Dr.Dre og Snoop Dogg, en þeir tveir sáust síðast í hinni margrómuðu Training Day. Myndin verður leikstýrð af D.J. Pooh ( skondið nafn ).
Nov.14.

Harry Potter and the Sorcerer´s Stone

Þessi mun líklega slá öll aðsóknarmet, annað þarf ég ekki að segja.
Nov.16.

NOVOCAINE

Steve Martin er hér í alvarlegri spennumynd ( eitthvað sem hann er ekki þekktur fyrir ). Helena Bonham Carter ( Fight Club ) mun einnig bregða fyrir í myndinni.

BLACK KNIGHT

Martin Lawrence í vitlausri time travel grínmynd, sem gerist á miðöldum
Nov.21.

SPY GAME

Njósnamynd leikstýrð af Tony Scott ( Enemy Of The State ), með Robert Redford og Brad Pitt í aðalhlutverkum.
Nov.21.

DESEMBER

OCEAN´S 11

Stjörnufyllt endurgerð af samnefndri mynd sem var gerð árið 1960. Í aðalhlutverkum eru George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon og Julia Roberts. Í leikstjórastólnum situr Steven Soderbergh ( TRAFFIC ).
Des.7.

NOT ANOTHER TEEN MOVIE

Farsagrínmynd, sem mun líklega ( ef maður getur treyst titilnum ) gera grín að unglingamyndum.
Des.14.

VANILLA SKY

Nýjasta mynd Tom Cruise er endurgerð af spánskri mynd sem var gerð fyrir nokkrum árum. Leikstjóri myndarinnar er Cameron Crowe ( ALMOST FAMOUS ).
DES.14.

LORD OF THE RINGS:THE FELLOWSHIP OF THE RING

Þessi mynd er MYNDIN, LOTR mun líklega breyta áliti okkar á kvikmyndum almennt. Stærsta mynd ársins að mínu mati!
DES.19.

HOW HIGH

Grínmynd með hipp hopp stjörnunum Method Man og Redman. Myndin mun aðalega fókusera á Marjúana.

THE MAJESTIC

Jim Carrey reynir enn aftur fyrir sér í alvarlegum myndum. Þó gæti þessi verið ágæt.
DEC.21.

ALI

Will Smith tekur á við mest krefjandi mynd sína frá upphafi ( maðurinn hefur ekki fengið mjög mörg krefjandi hlutverk). Mun fjalla um ævi Muhammad Ali. Michael Mann leikstýrir.
DEC.25.

THE SHIPPING NEWS

Nýjasta mynd Kevin Spacey´s ætti að skila sínu.
DEC.25.

JANÚAR.

BROTHERHOOD OF THE WOOLF.

Frönsk bardaga-hrollvekja sem ætti að vera áhugaverð.
JAN.11.

Behind Enemy Lines

Hermynd með Owen Wilson og Gene Hackman.
Jan.18

BLACK HAWK DOWN

Ný stríðsmynd frá Ridley Scott ( GLADIATOR, HANNIBAL, ALIEN ) sem mun örugglega vera intresöm. Í aðalhlutverkum eru Josh Hartnett, Ewan McGregor, Ron Eldard og Tom Sizemore.
Jan.18.