13 Ghosts 13 Ghosts er endurgerð af gömlu B mynda hrollvekjuni 13 Ghost frá 1966 en Shanon Elizabeth, Tony Shalhoub og F. Murray Abraham eru í aðalhlutverkum

Myndin fjallar um Cyrus Kriticos (F. Murray Abraham) en hann hefur mikið gaman af að safna ýmis konar hlutum. Eitt af uppáhalds hlutunum sem hann safnar eru draugar. Fer svo óheppilega fyrir Cyrus að hann lætur lífið þegar hann er að handsama einn ærsladrau. Cyrus lætur eftir sig risastórt hús sem er eitt stórt listaverk, allar hurðar úr gleri og fornmunir út um allt húsið. Frændi Cyrus, Arthur og krakkarnir hans Kathy og Bobby erfa húsið og allt sem það inniheldur. Þó littla fjölskyldan mundi frekar vilja halda bara í húsið þá verða þau að taka allann pakkann og þá byrja ekkert alltof skemmtilegir hlutir að gerast.

13 Ghosts er virkilega slöpp mynd. Af tvennu íllu þá fannst mér Hous on Hunted hill betri. Hryllingurinn í myndinni er ekkert svo hryllilegur, mikið af flash myndum af draugunum til að gera hlutina hræðilegri en það gengur hreynt ekki upp og reynt er að hafa óhljóðin eins hávær og hugsast getur til að gera áhorfandann enn taugaveiklaðari en það gengur heldur ekki upp þannig að það sem við erum með í höndunum er misheppnuð endurgerð af klassískri hrollvekju. Leikararnir standa við sinn hluta af samningnum og leika eins og þeim er háttað og er ekki fugl né fiskur þar á ferð. Leikstjórinn reynir eftir sinni bestu getu að gera góða draugamynd hann fær kredit fyrir það en handritshöfundurinn (screenplay) á ekki stóran feril að baki sér þannig að maður getur svo sem kennt honum um eitthvað af klúðrinu. 13 Ghosts er ekki mynd sem ég mæli með en aðsjálfsögðu er það mitt álit en endilega komið með ykkar álit

13 Ghosts: * af ****