Ég var svo heppin að vera með Matrix á DVD í láni í nokkra mánuði. Ég gat horft á hana í tölvunni minn en var óheppin (?) að vera ekki með neina hátalara tengda tölvunni. Ég notaðist því við heyrnatól og viti menn, það var magnþrungið! Þvílík snilld, maður sekkur gjörsamlega inní myndirnar sem maður er að horfa á og ekkert fer framhjá manni.
Á eftir ætla ég að upplifa það sama með Exorcist, vonandi verður það óhuggulegt.
Ég get ekki beðið eftir að Fight Club á DVD komi í verslanir.
Annars langar mig að forvitnast dálítið, er hægt að panta DVD myndir af netinu án þess að hafa kredit kort? Og vitið þið um síðu þarsem hægt er að panta allar myndir leikstjórans Kevin Smith ?