Já það má til sannsvegar færa að telja Ingvar E til eins af okkar bestu leikurum, en það má þó ekki gleyma snillingum á borð við Árna Tryggva, Gísla heitinn Halldórs, Guðrúnu Ásmunds, Kristbjörg Keld, Björn Jörundur, Baltasar Kormákur, Gunnar Hanson, Stefán Karl og það mætti telja upp marga fleiri.

En eins og staðan er í dag að þá verður það að segjast að hann Ingvar hafi vinninginn og verður gaman að sjá útkomuna í myndinni sem hann lék í úti.

En hvað finnst ykkur um þær Íslensku myndir sem hafa verið eða eru í framleiðslu. Ég verð að segja að af íslenskum gamanmyndum er Sódóma mitt uppáhald og af drama myndum (sem mér persónulega finnst alltof mikið framleitt af hér, afhverju ekki meiri fjölbreitni) er það Englanir sem hafa vinninginn.

Eitt mesta floppið hin síðari ár er myndinn blossi, sem hreint og beint sökkaði feitt, að maður skuli hafa dottið í hug að búa þetta til er mér óskiljanlegt.

Ég hef ekki séð mávahlátur en mér skilst að hún sé góð, ég sá villiljós og kom hún á óvart, Íslenski draumurinn var SNILLD í einu orði, Fíaskó var svona lala.

Nú er verið af hefja/ljúka framleiðslum á nokkrum myndum, þar á meðal Hafið í leikstjórn Baltasar sem mér skilst að handrit lofi góðu, Regína og verð ég að segja að mér líst ekkert alltof vel á hugmyndina en maður á ekki að dæma fyrirfram, Fálkar, en mér skilst að hún verði betri en Englanir, Gemsar í leikstjórn Mikaels Torfasonar og er hún eingöngu með óþekkta leikara í aðalhlutverkum og spurning hvernig hún kemur út en það er víst von á henni í janúar, en ef Mikael skrifar og leikstýrir myndinni eins og hann hefur skrifað bækunar sínar hingað til að þá held ég bara að ég komi ekki til með að missa henni.

Kveðja