Ingvar E. Sigurðsson Núna langar mig að fjalla um besta leikara okkar Íslendinga, Ingvar E. Sigurðsson. Það hefur verið svo lítið fjallað um íslenska leikara og íslenskar bíómyndir þannig að ég ætla að fjalla nokkuð um Ingvar og hans merka feril. Þessi grein mun samt ekki innihalda neina biography, því ég bara fann hana hvergi neins staðar.

Ingvar útskrifaðist hjá Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og ári seinna varð hann fastráðinn við Þjóðleikhúsið. Hann hefur leikið mörg burðarhlutverk þar hjá Þjóðleikhúsinu, en á meðal hlutverka hans hjá Þjóðleikhúsinu eru Pétur Gautur ungur í samnefndu leikriti, Vitja í Kæru Jelenu, Tíbalt í Rómeó og Júlíu, Ingumundur í Elínu Helgu Guðríði, Scullery í Stræti, Svenni í Kjaftagangi, drengurinn í Stund gaupunnar, Leonardo í Blóðbrullaupi, Ormur Óðinsson í Gauragangi (ömurleg bók), Fernando Krapp í Sönnum karlmanni, Don Carlos í Don Juan, Ketill í Tröllakirkju, Prófsteinn í Sem yður þóknast, Sergé í Listaverkinu, Túzenbach barón í Þremur systrum og Kládíus konungur í Hamlet. Einnig lék hann aðalhlutverk í Ég er meistarinn og Kabarett hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Hárinu hjá Flugfélagi Lofti, Kirsuberjagarðinum hjá Frú Emilíu, Stone Free hjá Leikfélagi Íslands, Svaninum hjá Öðru Sviði og Trainspotting í Loftkastalanum. Nýjasta verk hans í Þjóðleikhúsinu er Komdu nær.

Kvikmyndirnar hans eru nokkuð færri en þær eru Inguló, Djöflaeyjunni, Perlum og Svínum, Strikkfrí, Sporlaust og Englum alheimsins, auk þeirra hlutverka hefur hann leikið í ótal sjónvarpsmyndum og stuttmyndum. Hér á eftir ætla ég að fjalla um Engla alheimsins og hans stórkostlega leik í henni.

Í Englar alheimsins leikur hann mann að nafni Páll. Lífið leikur í hans höndum og allt gengur eins og vel má ætla. En skyndilega byrjar hann að heyra raddir og allskyns kvilla í hausnum á sér. Smám saman byrjar hann að sýna ofbeldishlið á sér og fjarlægist fjölskyldu sína. Seinna er hann innritaður á Kleppi. Þar kynnist hann mörgum skrautlegum og skemmtilegum persónum, þeir eru leiknir af Hilmi Snæ, Björn Jörundi og Baltasar Kormáki. Síðan fylgjumst við með honum eftir það og sú ferð er aldeilis ekki til að lýsa með orðum.

Ég held að ég hafi aldrei séð jafn góðan leik hjá leikara og hjá Ingvari í Englum alheimsins. Túlkun hans á þessum manni er svo stórkostleg að ég get ekki lýst því með orðum. Myndin sjálf er hreint meistaraverk í alla staði og sigur hjá Friðriki Þór Friðriksyni sem leikstjóra. Myndatakan er yndisleg og þessi tvö lög sem Sigur Rós samdi fyrir myndina eru að tvístra mér, ég náði í þau í gær og hef ekki hlustað á annað síðan. Ég mæli með að allir hlusti á þessi lög.

Langeftirminnilegasta atriðið í myndinni, og með áhrifameiri og mögnuðustu atriðum sem ég hef séð, það er atriðið þegar Páll var orðinn hálfslappur og átti lítinn pening. Fór inná veitingastað og fékk sér hamborgara. Þá komu tveir utangarðsmenn og hrifsuðu af honum hamborgarann. Og að sjá Ingvar á meðan þessu stóð var nóg fyrir mig til að fá gæsahúð dauðans! Myndin er ein sú besta kvikmynd sem ég hef séð og án efa langbesta mynd Íslendinga.

Englar alheimins fá meðaleinkunn 8,3 á IMDb.com sem ég myndi telja mjög góða einkun. En þó verður að telja með að það hafa ekki nema ca. 180 manns kosið. Þó hafa 50% gefið henni 10 og flestar hinar prósenturnar eru frá 8-10 í einkun.

Núna er Ingvar að vinna í amerískri mynd með tveimur frægum stórleikurum, Harrison Ford og Liam Neesom. Myndin heitir K-19 - The Widowmaker. Ingvar leikur annað aðalhlutverkið í myndinni ásamt Ford. Myndin fjallar um eins og flestir vita, jómfrúarferð rússneska kafbátsins K-19.


Núna verð ég að fara hætta þessum skrifum svo ég fari ekki að tala um eitthvað allt annað.

Kveðja, sigzi