Skemmtilegar staðreyndir um James Bond *SPOILERS* ATH: Stórir spoilerar eru fyrir flestar myndirnar þ.á.m. nýju Bond-myndina Casino Royale

Dr.No (1962)

Thunderball átti að vera fyrsta Bond-myndin en vegna deilna við aðstoðarrithöfundinn var ákveðið að nota Dr.No sem fyrstu.

Íhugaðir í hlutverk Dr.No voru Christopher Lee, Noel Coward, Max von Sydow

Þótt að Sean Connery væri kominn með hlutverkið þá var í fjölmiðlaskyni haldin keppni um fullkomna manninn til að leika Bond. Sigurvegarinn var módel að nafni Peter Anthony sem leit út sem fullkominn Bond en hafði enga leiklistarhæfileikanna.

Eunice Gayson (Sylvia Trench) var íhuguð sem Moneypenny.

SPECTRE stendur fyrir SPecial Executive for Counter-intelligence, Terrorism, Revenge and Extortion

Votviðri hægði mjög á tökum í Jamaicu.

Mikið var talað um að Ursula Andress (Honey Rider) hefði verið nakin í sturtu atriðinu (sem var mjög sjaldgæft á þeim tíma) en það sést greinilega að hún er í búningi (bodysuit)

Lagið sem að núna hefur slegið í gegn og er alfrægt sem James Bond stefið hét í rauninni Bea's Knees

Harry Saltzman og Cubby Broccoli vildu að Englendingur myndi leikstýra myndinni svo að leikstjórinn gæti virkilega skilið 007

Sá af Three Blind Myce sem að skaut Strangeways (leikinn af Tim Moxon) er leikinn af tannlækni Moxon.

Cubby Broccoli ákvað á Sean Connery eftir að hafa séð hann í Darby O'Gill and the Little People, hann bað svo eiginkonu sína um að dæma kynþokka hans.

Sean Connery er með hártopp í öllum myndunum.

Íhugaðir í hlutverk Bond voru Richard Johnson, Cary Grant, David Niven og Trevor Howard,

Persónan Sylvia Trench átti að vera ein af aðalpersónunum í Bond-myndunum og átti að vera í fyrstu sex Bond-myndunum og sem Bond-gellan í þeirri sjöttu. Hún birtist samt aftur í From Russia With Love og er því Eunice Gayson eina leikkonan sem hefur birst í tveimur Bond-myndum sem sama persóna

Guy Hamilton, Guy Green, Brian Forbes og Ken Hughes var öllum boðið leikstjórastólinn.

Vopnagaurinn sem lætur Bond fá Walter PPK byssuna er kynntur sem Major Boothroyd en er í öllum myndunum sem hann birtist í eftir það kallaður Q.

Terence Young leikstjóri bað Sean Connery um að sofa í sérsaumuðu jakkafötunum sínum til að fá betri tilfinningu fyrir karakterinum.

Höfundur Bond Ian Fleming varð svo hrifinn af Ursulu Andress í myndinni að hann skírði persónu í næstu skáldsögu sinni (On her majesty's secret servise) í höfðuðið á henni.

Setningin “My name is Bond, James Bond” var kosin í 22.sæti yfir vinsælustu setningar kvikmyndasögunnar af American Film Institude

Í Japan miskildu þeir titilinn og héldu að hann væri “Dr? No.” og þýddu þess vegna yfir á Japönsku titilinn sem “We don't want a doctor”

Sean Connery þjáiðst af arachna phobiu (hræðsla við kóngulær) og var atriðið með tarantúlunni var tekið upp með gler á milli Connery og tarantúlunnar. Atriðið var svo tekið aftur upp með Bob Simmons áhættuleikara sem Bond. Simmons sagði að þetta atriði væri það svakalegasta “stunt” sem hann hefur gert.

Bob Simmons lék í “byssuhlaups-atriðinu” í byrjuninni í staðinn fyrir Sean Connery. Connery gerði það ekki fyrr í Thunderball

Lois Maxwell átti að leika Sylviu Trench en vildi frekar hlutverk Moneypenny.

Hugmyndin að láta áhorfendur halda að Felix Leiter sé íllmenni var notað í fleiri myndum en þessari t.d. Thunderball og The Living Daylight

Miklar breytingar urðu á atriðinu þar sem Bond drepur Dent. Bæði var Dent með sjöhleypu en ekki sexhleypu og átti síðasta skotið að fara framhjá Bond þetta var til að Bond myndi ekki líta út sem miskunnarlaus morðingi að drepa óvopnaðann mann ákveðið var að taka sénsinn og hitt var notað. Einnig skaut Bond Dent upprunalega einu sinni og svo 5 sinnum í bakið en það var fullmikið og var það minnkað í einu sinni í bakið.

John Barry og Mounty Norman deildu um hvor hefði samið James Bond stefið vegna þess að Norman samdi það er Barry útsetti það til hins endanlega búnings. Farið var með málið fyrir dóm og vann Norman

Fleming var svo hrifinn af útkomu Sean Connery sem Bond að hann breytti persónunni og gerði hann Skoskann af ættum.

Eina Bond myndin ekki með byrjunaratriði

From Russia with love (1963)

Sean Connery lét næstum lífið þegar að þyrla flaug of nálægt honum í lokaatriðinu

Þyrlur voru greinilega ekki lukkudýr í þessari mynd. Leikstjórinn Terence Young lenti í alvarlegu slysi þegar að þyrlan hans hrapaði í sjóinn. Young fór aftur á bakvið myndavélina í fatla.

Kostaði helmingi meira en Dr.No

Samkvæmt bókinni Death of President var þessi mynd síðast myndin sem John F.Kennedy horfði á áður en hann var myrtur

Fyrsta myndin með Desmond Llewellyn í hlutverki Q. Hann lék Q í 17 Bond myndum og setti þar með met sem sá leikari sem hefur oftast leikið sömu persónunna í myndaflokki.

Anthony Dawson sem lék Professor Dent í Dr.No leikur hinn andlitslausa Blofeld í þessari mynd sem og í Thunderball.

Talið er að Ian Fleming birtist í myndinni en það hefur ekki verið staðfest

Mörgum árum áður ætlaði Alfred Hitchcock að gera mynd eftir þessari sögu með Cary Grant og Grace Kelly í aðalhlutverkum. Hann hætti við þegar Vertigo fékk slæmar viðtökur.

Virna Lisi, Pia Lindström, Sally Douglas, Magda Konopka, Margaret Lee, Elga Andersen, Lucia Modugno, Sylvia Koscina og Tania Mallet (Tilly Masterson í Goldfinger) voru allar íhugaðar í hlutverk Tataniu Romanova

Ian Fleming var ekki alveg sannfærður um Sean Connery eftir Dr.No þótt hann hefði verið hrifinn af honum en eftir þessa mynd vildi Fleming engann annann.

Fyrsta myndin sem endaði á setningunni “James Bond will return in X”

Aðdáendur fliktust að til að sjá þegar væri verið að taka myndin upp og varð mikið vandamál vegna þess. Terence Young leysti það með því að fá Peter Perkins einn stuntmanninn sinn til að fara í eitt hús í grenndinni og hanga öfugur neðan úr svölum og fór allt fólkið þá þangað og var tökum haldið áfram.

Atriðið þar sem Bond finnur Tataniu nakta í rúminu sínu er notað sem áheyrnarprufusena fyrir hugsanlega leikara í hlutverk Bond eða Bondgellu

Síðasta Bondmyndin sem Ian Fleming sá

Fyrsta Bond myndin sem var tilnefnd til Golden Globe

Ein af þremur Bond-myndunum þar sem Q er kallaðu með sínu eigin nafni hinar eru Dr.No og The spy who loved me.

Bond segjir ekki “Bond, James Bond” í þessari mynd.

Walter Gotell (Morzeny) fékk seinna reglulegt hlutverk sem General Gogol

Robert Shaw (Red Grant) og Sean Connery gerðu meiri hlutann af slagsmálunum sjálfir

Katina Paxinou var íhuguð í hlutverk Rosu Klebb

Uppáhalds Bond-mynd Sean Connery

Goldfinger (1964)

Theodore Bikel og Titos Vandis voru báðir prufaðir fyri hlutverk Auric Goldfinger.

Sean Connery slasaðist á baki í slagsmálaatriðinu við Oddjob. Sumir segja að vegna meiðslanna hafi Sean Connery beðið um hærri laun í næstu mynd.

Shirley Eaton (Jill Masterson) fór í gegnum mikið ferli við að ná gullmálningunni af líkamanum.

Dauðsföll 62

Alfræga laser-atriðið átti upphaflega vera með hjólsög en þeim fannst hljóðið og snúningurinn í hjólinu of dramatískt

Kostaði meira en fyrstu tvær myndirnar til samans.

Ian Fleming fékk hugmyndina að stelpa kafni vegna málningu úr að láni úr myndinni Bedlam.

Gert Fröbe (Goldfinger) fannst óþægilegt að persónan hans myndi drepa fólk með eiturgasi vegna þess að hann er þýskur og það myndi minna á Nasista.

Honor Blackman (Pussy Galore) er elsta konan sem leikið hefur Bondgellu, 37 ára þegar myndin var gerð.

Fyrsta skipti sem lasergeisli birtist í kvikmynd

Þegar Pussy kynnir sig átti Bond upphaflega að svara “I know you are, but what's you name” en það þótti full klúrt svo því var breytt í “I must be dreaming”

Í bókinni er Pussy Galore samkynhneigð og þess vegna sýndi Bond engann áhuga, en var því breytt fyrir myndina.

Hluthafar í stúdíóniu vildu breyta nafni Pussy í Kitty

Harold Sakata (Oddjob) brenndi sig ílla á hendi við tökur á dauðsfalli hans

Fyrsta Bond-myndin sem fékk Óskarsverðlaunin

Sérstakur gullhringur var hannaður handa Honor Blackman fyrir myndina

Myndin borgaði upp í kostnaðinn á aðeins tveimur vikum og sló heimsmetið

Fyrsta skipti sem Q-grínið birtist

Læknir var hafður nálægt allann tíman sem gullatriðið með Shirley Eaton var tekið upp

Milton Reid reyndi við hlutverk Oddjob en fékk það ekki, hann fékk samt seinna hlutverk íllmennis sem Sandor í The spy who loved me

Eftir að myndin kom út fór orðrómur á kreik að Shirley Eaton hafi látið lífið við tökur á gullatriðinu

Sala á Aston Martin DB5 jókst um 50% eftir að myndin kom út

Honor Blackman var fyrsta Bond-gellan sem að átti leikferil fyrir Bond

Myndin hóf skrautlegann leikferil fyrir glímukappann Harold Sakata, sumar launaávísunirnar voru stílaðar á Harold “Oddjob” Sakata

Shirley Anne Field hafnaði hlutverki Jill Masterson

Guy Hamilton leikstjóri fékk hugmyndina að snúandi númeraplötunni þegar að hann var að velta fyrir sér hvernig hann gæti sloppið við stöðumælasektir

Thunderball (1965)

Síðasta Bond myndin sem Terence Young leikstýrði

Eina Bond myndin þar sem Albert R. Broccoli og Harry Saltzman eru ekki í creditlistanum (af þeirra myndum)

Fékk Óskarinn fyrir tæknibrellur

Við tökur á Bondlaginu spurði Tom Jones hvað línan “strikes like thunderball” þýddi, upptökustjórinn svaraði einfaldlega að hann vissi það ekki.

Það leið nokkru sinnum yfir Jones eftir að hafa tekið háu tónanna i laginu.

Luciana Paluzzi var íhuguð í hlutverk Domino, hún lék glæpakvendið Fiona Volpe í staðin

Raquel Welch var ráðin sem Domino en hætti við þegar hún fékk betri samning

Enn einu sinni hækkar kostnaðurinn og var hann nú hærri en fyrstu 3 samanlagt

Molly Peters (Patricia) var fyrsta leikkonan sem birtist nakin í Bond-mynd (þó að samkvæmt reglum Bond myndanna má ekki sjást nekt)

Bob Simmon slapp mjög vel frá því þegar að hann rétt komst útúr bíl áður en hann sprakk við gerð myndarinnar

Martine Beswick (Paula) birtist sem sígauni í From Russia with love

Bill Cumming áhættuleikari fékk borgað aukalega fyrir að stökkva útí hákarlalaugina

Uppáhaldsframmistaða Sean Connery í Bond-mynd

Orðrómur var um að hershöfðingi hefði haft samband við framleiðendurna og spurt hvernig þau hefðu hannað mini-öndunarkútinn, því hann hefði verið að hanna svipað tæki en ekki tekist. (Það er einnig regla í Bond að græjurnar verði að virka í alvörunni)

Eina myndin þar sem við sjáum glitta í alla 00-njósnarana, Bond sest í sjöunda stól frá vinstri

Upphaflega segjir Bond “The things I do for England” við Fionu í þessari mynd áður en hann sefur hjá og sést það í trailernum. En var það tekið út og segji hann þetta við Helgu Brandt í You only live twise undir sömu kringumstæðum

Burt Ives var íhugaður í hlutverk Largo

Síðasta mynd Reginald Beckwith(Kenniston), hann lést áður en myndin kom út og því sá hann aldrei hvernig hann stóð sig

Fyrsta skipti sem Bond drepur konu

You only live twise (1967)

Bond keyrir ekki bíl í þessari mynd

Einn daginn var svo mikill hávaði í “eldfjallinu” að það hræddi hvíta köttinn hans Blofeld og var kötturinn týndur í nokkra daga. Hann fannst svo í felum í einhverju skúmaskoti á tökustað, ákveðið var að nota atriðið þegar kötturinn stingur af.

Fyrsta skipti sem andlit Blofelds sést

Þegar leikkonurnar Mie Hama og Akiko Wakabayashi voru ráðnar var þeim undir eins skutlað til London til að læra ensku. Hama lærði ílla og þegar framleiðendurnir sáu fram á að þeir þyrftu að reka hana hótaði hún að drepa sig.

Lewis Gilbert leikstjóri hafnaði upprunalega að leikstýra en sannfærðist

Þegar kom í ljós að Mie Hama var ósynd tók Diane Cilento eiginkona Sean Connery að sér að synda fyrir hana.

Charles Gray (Henderson) leikur Blofeld í Diamonds are forever

Eva Renzi hafnaði hlutverki Helgu Brandt

Fyrsta Bond-myndin þar sem Bond sést í einkennisbúningnum sínum

John Jordan myndatökmaður missti aðra löppina við gerð myndarinnar (Sjá grein mína um Slys í kvikmyndum)

Eina Bond myndin þar sem Bond kallar Moneypenny Penny

On her majesty's secret servise (1969)

Eina Bond-myndin með George Lazenby

Orðrómur var um að Lazenby og Diana Rigg (Tracy) hefðu haft mjög slæmt samband við gerð myndarinnar

Adam West, Bob Campell, Anthony Rogers, Hans De Vries, John Richardsson, Roy Thinnes, Roger Moore og Timothy Dalton voru íhugaðir fyrir Bond

Villan hans Blofelds Piz Gloria er í raun veitingastaður

Setninginn “Orbis non sufficit” kemur fram í myndinni og er latína og merkir “heimurinn er ekki nóg” setninginn kemur einnig fyrir í The world is not enough. Setningin er mottó Bond-fjölskyldunnar.

Draco og M ræða saman í brúðkaupi Bond og nefna eitthvað gullstangamál það er tilvísun í Goldfinger

Lazenby eyddi mikilli upphæð í flott föt, Rolex úr og sérstaka klippingu til að líta eins og James Bond þegar hann fór prufu fyrir hlutverkið. Fyrir tilviljun var Cubby Broccoli staddur á sömu hárgreiðslustofu og Lazenby þegar hannfékk klippinguna.

Brigitte Bardot og Catherine Deneuve voru íhugaðar í hlutverk Tracy

Fyrsta skipti sem að við sjáum inní skrifstofu Bond. Þegar hann er að pakka má sjá knífinn hennar Honey úr Dr.No, úrið hans Red Grant úr From Russia with Love og mini-öndunartækið úr Thunderball. Þegar hann tekur hvern hlut upp heyrast stef úr hverri mynd fyrir sig.

Bond mætir húsverði í fyrirtæki Draco í einni senunni, heyra má húsvörðinn flauta stefið úr Goldfinger

Lazenby er yngsti leikarinn sem leikið hefur Bond 30 þegar hann fékk hlutverkið

Líklega eina skiptið þar sem Q kallar hann James en ekki Bond eða 007 (í brúðkaupinu)

Bond segjir í enda byrjunaratriðsins “This never happend to other fellow” augljós tilvísun í fyrrvera Lazenby Sean Connery

Lazenby er eini Bondinn sem fór á hnéð í byssuhlaupsatriðinu þegar hann skýtur af byssunni

Síðasta mynd Ilsa Steppat (Irma Bunt)

Willy Bogner myndartökumaður kom öllum á óvart þegar hann fór að taka upp skíðaatriðin og mætti með sína sérstökum myndavél og tók upp á skíðunum bæði afturábak og áfram

John Jordan myndartökumaður þróaði nýja tækni til að mynda loftmyndir fyrir þessa myndi. Hann lést sama ár þegar hann datt útúr þyrlu við tökur á annari mynd.

Í fyrstu útgáfu á lokaatriðinu brestur Bond í grát þegar hann sér eiginkonu sína látna. Peter Hunt leikstjóri bað um láta taka atriðið upp aftur því að “Bond grætur ekki”

Diamond are forever (1971)

Framleiðendurnir réðu Lana Wood (Plenty O'Toole) eftir að hafa séð hana í Playboy

Síðasta mynd Bruce Cabot (Bert Saxby)

Ekki var notuð brúða í senuna þar sem líkið af Plenty finnst í sundlauginni, Lana Wood gerði það sjálf og var í alvöru bundin við sementskubbinn. Á milli taka gat hún gripið í stöng og lyft sér upp til að anda. Eitt sinn náði hún því ekki og þurfti að grípa til neyðaraðgerða til að bjarga henni.

Raquel Welch, Jane Fonda, og Faye Dunaway voru komu til grein í hlutverk Tiffany Case, Jill St. John sem lék hana var upphaflega í hlutverki Plenty O'Toole

Bróðir Auric Goldfinger átti að birtast í þessari mynd í leit að hefnd en hætt var við.

John Gavin hafði verið ráðinn sem Bond en Sean Connery kom aftur á síðustu stundu

Donna Garret átti að leika Bambi en datt út

Síðasta myndin með SPECTRE

Joe Robinson (Peter Franks) reif óvart hártoppinn af Connery í atriðinu í lyftunni

Tvo glæfrakvendi hétu Bambi og Thumper augljós tilvísun í Disney myndina Bambi

Lois Maxwell var með hatt í einu atriðinu til að fela að hún hefði litað á sér hárið

Lana Wood þurfti að standa á kassa í nokkrum senunum því að jafnvel á háum hælum komst hún ekki inní ramma með Connery.

Myndin átti að enda á löngum eltingaleik á milli Bond og Blofeld og átti að enda á því að Blofeld myndi flýgja inní saltverksmiðju og Bond myndi henda honum oní saltmulningsvél, hætt var vegna þess að bæði fengu framleiðendur ekki leyfi frá saltverksmiðjunni og atriðið hefði orðið allt of langt

Live and let die (1973)

Fyrsta mynd Roger Moore sem Bond

Diana Ross kom til greina sem Solitaire

Timothy Dalton afþakkaði hlutverk Bond og sagðist vera of ungur

Bond lagið eftir Paul og Lindu McCartney var fyrsta Bond lagið sem var tilnefnt til Óskarverðlaunanna

Kaldæðnislega þá endaði símanúmer Roger Moore á tölunum 007

John Gavin, Simon Oates, John Ronane, Michael McStay, Michael Billington, Burt Reynolds, Robert Redford og Paul Newman voru íhugaðir sem Bond

Fyrsta Bond myndin þar sem John Barry kom ekki að titilaginu

Moore þurfti að passa sig að beygja ekki augnbrúnina eins og hann gerði í The Saint

Stökkið á bátnum í bátaeltingaleiknum sló heimsmetið í lengsta stökk á báti, rúmlega 3 metrar

Samningur Roger Moore stóð m.a. af óendanlegum byrgðum af handvöfðum Monte Cristo sígaréttum

Eina myndin í tíð Desmond Llewelyn sem Q birtist ekki í

Moore var fyrsti Bondinn sem gerði “byssuhlaups-atriðið” án þess að vera með hatt

Gayle Hunnicutt var ráðin sem Solitaire en þurfti að hætta við þegar hún var ólétt

Baron Samedi átti að birtast seinna í annari Bond mynd þess vegna lifði hann myndin af

Moore var elsti leikari til að leika Bond byrjaði þegar hann var 45 ára

Bernard Lee veiktist alvarlega meðan á tökum stóð og var íhugað að skipta honum út fyrir Kenneth More

Uppi voru hugmyndir að Honey Rider úr Dr.No myndi birtast í þessari mynd en var hætt við

The man with the golden gun (1974)

Christoper Lee (Scaramanga) var frændi Ian Fleming

Jack Palance kom til greina sem Scaramanga

Persónan Nick Nack hét upprunalega Demi Tasse

Síðasta Bond-myndin sem Guy Hamilton leikstýrði

Britt Ekland fór í áheyrnarprufu sem Andrea Anders en Guy Hamilton bauð henni hlutverk Mary Goodnight

Fræga stökkið yfir brotnu brúna tókst í fyrstu tilraun

Síðast mynd Richard Loo (Hai Fat)

Síðasta myndin með Harry Saltzman sem framleiðanda

Eyjan hans Scaramanga var eftir þetta þekkt sem James Bond eyjan

The spy who loved me (1977)

Eina skipti sem nafn M kemur fram, Miles

Heldur Bond-metið yfir flestar Óskarstilnefningar, 3 tilnefningar

Eltingaleikurinn í Sardiniu stendur í 7.mín.

Richard Kiel (Jaws) sagði að hann hefði stökkið upp í sætinu í bíóinu þegar hann sá atriðið þar sem hann birtist í skápnum í lestinni

Við tökur á Egypta-atriðinu kom ekki maturinn handa liðinu og fór þá Cubby Broccoli og útvegaði pasta, potta og tómata og eldaði oní allt liðið og skammtaði þeim öllum ásamt Roger Moore

Richard Kiel gat ekki verið með stáltennurnar uppí sér lengur en hálfa mínútu vegan nístandi sársauka

Rick Sylvester áhættuleikari lagði lífið sitt að veði við tökur í skíða/fallstökkinu enda er það eitt flottast stunt í Bond-myndunum

Victor Tourjansky sem leikur manninn sem starir á flöskuna og veltir fyrir sér hversu fullur hann sé þegar að Lotusinn kemur uppúr vatninu gerði sama djókinn í næsta tveimur myndum

Will Sampson og Jack O'Halloran komu til greina sem Jaws

Fyrsta myndin sem hefur einhver beina tilvísun í fyrri myndir

Martin Grace staðgengill Richard Kiel var alltaf með appelsínu börk uppí sér til að líkja eftir tönnunum

Keðjan sem Jaws bítur í sundur var búin til úr lakkrís

James Mason kom til greina sem Stromberg

Moonraker (1979)

James Mason sem kom til greina sem Stromberg kom einnig til greina sem Drax en fékk það hlutverk ekki heldur

Önnur Bond-myndin í röð þar sem Bond notar fallhlíf í byrjunaratriðinu

Fyrsta og eina skiptið þar sem íllmenni birtist í tveimur myndum (Jaws)

Cubby Broccoli eigikona hans Dana og tengdarsonur þeirra framleiðandinn Michael G. Wilson eru öll með “cameo” í St.Mark's square

Óhemjulega mikið af hlutum úr sykurgleri brotnaði í bardaganum á milli Bond og Chang

Lois Chiles(Dr. Holly Goodhead) var boðið hlutverk Anyu í The spy who loved me en hún afþakkaði vegna ákvörðunar um að enda leikferil sinn. Hún fékk þetta hlutverk fyrir tilviljun þegar sessunautur hennar í flugvél reyndist vera Lewis Gilbert leikstjórri nýju James Bond myndarinnar

Síðasta Bond myndin sem Lewis Gilbert leikstýrði

Eina Roger Moore myndin þar sem hann notar ekki Walther PPK-inn sinn

Aldrei hafa verið notaðar jafnmargir kaðlar til að halda leikurum uppi í nokkurri kvikmynd (atriðið með þyngdarleysið)

Framleiðendur töldu að áhorfendur myndu ekki líka samband Jaws og Dolly vegna stærðarmuns þeirra, það var ekki fyrr en Richard Kiel kom því á framfæri að konan hans væri jafnstór og Blanche Ravalec (Dolly)

Barbara Bach átti að birtast í þessari mynd sem Anya í atriðinu þar sem General Gogol segjist ekki geta sofið og lítur á fallega stelpu nálægt sér, bara örfáum vikur áður en tökur hófust var ákveðið að hafa stelpuna hlutlausa.

Til að láta sprengingu geimstöðvarinnar líta sem best út læsti brelluliðið sig inní stúdíóinu og skutu módelið í tætlur með haglabyssum

John Mathis og Frank Sinatra komu til greina í að flytja titillagið

Carol Bouquet fór í prufu fyrir Bond-gelluna

Louis Jourdan var boðið hlutverk Drax

Stewart Granger var ráðinn sem Drax en endaði á því að Michael Lonsdale þurfti að leysa hann af

Bond keyrir ekki bíl í þessari mynd fyrir utan að hann keyrir jeppa einhvern smá spöl

Málverkið sem Bond skýtur á skrifstofu M er af William III kóngi af Englandi

Sú Bond-mynd þar sem flestar konur deyja (þ.e.a.s. ekki gátu allar konurnar í geimstöðinni sloppið þannig að þær hlutu annað hvort að hafa sprungið með geimstöðinni eða verið drepnar af hernum)

For your eyes only (1981)

Sheena Easton varð fyrsti og hingað til eini söngvarinn í titillagi til að birtast í titillaginu

Fyrsta Bond-myndin sem að var byggð á smásögu eftir Ian Fleming en ekki skáldsögu

Eina Bond myndin sem M er birtist ekki í (Gert til heiðurs Bernard Lee (M) sem lést skömmu fyrir tökur)

Topol slasaðist þegar hann varð fyrir skoti (ekki alvöru) við tökur á stóra skotbardaganum á skipinu

Playboy hélt keppni þar sem sigurvegarinn myndi fá hlutverk í nýju James Bond myndinni sigurvegarinn Robbin Young leikur afgreiðslukonuna í blómabúðinni sem mótórhjólið keyrir inní

Roger Moore fékk sé nokkrar Valium og drakk eitt bjórglas til safna kjarki í klifursenuna

Áhættuleikarinn Paolo Rigoni lést í slysi við tökur á bobsleða eltingaleiknum

Stefið sem Q slær inn til að komast inní einkennaherbergið er fyrstu 5 nóturnar í laginu “Nobody does it better” titilagi The spy who loved me bond með því að slá tvær síðustu

John Glen lætur Bond bregða vegna dúfu í öll Bond-myndum sem hann leikstýrir

Cassandra Harris (Countess Lisl) var fyrrverandi eiginkona Pierce Brosnan. Brosnan heimsótti hana stundum á tökustaðinn og varð það til þess að honum var boðið Bond hlutverki seinna, fyrst 1987 og svo 1995 þegar hann tók að sér hlutverkið

Julian Glover (Kristatos) kom til greina sem Bond í kringum 1960 en var þá fullungur

Julian Glover hefur leikið íllmenni í James Bond seríunni, Indana Jones seríunni og Harry Potter seríunni

Topol (Columbo) var ráðinn eftir að hafa hitt Dönu Broccoli í veislu

Emile Loque segjir ekki eitt einast orð í myndinni (hann sést hins vegar tala í síma)

Roger Moore var ekki viss um að hann myndi halda áfram sem Bond og voru aðrir leikarar prufaðir þ.á.m. Lewis Collins, David Warbeck, Michael Billington, David Robb, Michael Jayston, Nicholas Clay og Ian Ogilvy.

Roger Moore telur þetta vera hans bestu Bond-mynd

Steven Spielberg vildi fá að leikstýra þessari mynd en dró það til baka til að vinna að Indiana Jones

Fyrsta mynd Charles Dance

Rick Sylvester sem lagði líf sitt að veði í The spy who loved me lagði líf sitt einnig í hættu við gerð þessarar mynd (atriðið þar sem Bond fellur fram af bjarginu hangandi í kaðlinum) og sagði hann sjálfur hann hafi verið furðu lostinn þegar hann áttaði sig á að hann hefði lifað fallið af.

Octopussy (1983)

James Brolin, Oliver Tobias og Michael Billington voru allir íhugaðir í hlutverk Bond

Faye Dunaway kom til greina í hlutverk Octopussy

Octopussy átti að vera íllmennið í myndinni áður en handritsbreytingar urðu

Teningaspilið á milli Khan og Bond átti upphaflega að vera á milli Bond og Stromberg í klúbbi Max Kalba í The spy who loved me (þá hefði Jaws líklega fengið það skemmtilega atriði að mylja teningana eins og Gobinda gerði)

Martin Grace áhættuleikar lenti í lífshættlegu slysi þegar hann hékk utan á lestinni sem Bond $og flæktist í tré hann var frá í langann tíma en náði sér þó að fullu

Fyrsta skipti sem Robert Brown leikur M

Vijay Amirtraj (Vijay) er atvinnutennisleikari í alvörunni

Vijay spilar James Bond stefið í einu atriðinu til að fanga athygli Bond

Fyrsta skipti sem Q birtist sem aðili í verkefni en ekki bara tæknigaurinn

Mischka og Grischka voru íhugaðir fyrir Moonraker en ákveðið var að fresta þeim

A view to a kill (1985)

Átti að heita From View to a kill

Síðasta Bond-mynd Roger Moore

Ekki var leyft að láta stuntmann leika dauða Zorin því stjórvöld óttuðust að það myndi auka sjálfvígstíðni af Golden Gate brúnni

Stjórnvöld Parísar leyfðu ekki stuntmönnum að stökkva úr Effel turninum og varð að taka það upp öðruvísi, tveir stuntmenn urðu pirraðir útaf þessu og án þess að það væri tekið upp fóru þeir og stukku úr turninum. Þeir voru reknir.

Fyrsta myndin sem þar sem Michael G. Wilson er “creditaður” sem framleiðandi

Roger Moore líkaði myndin ekki

Síðasta Bond-mynd Lois Maxwell

David Bowie og Sting voru íhugaðir í hlutverk Max Zorin

Kærasti Grace Jones (May Day) fékk lítið hlutverk sem KGB njósnari þegar hann heimsótti hana á tökustað

Christopher Walken (Max Zorin) varð fyrsti Óskarverðlaunaleikarinn til að leika í Bond mynd

Titillagið með Duran Duran varð fyrsta Bond-lagið sem náði fyrsta sætinu á vinsældarlista Bandaríkjanna

Roger Moore sagðist hafa ákveðið að hætta sem Bond þegar hann uppgvötaði að móðir Tanyu Roberts (Stacey Sutton) væri yngri en hann

Byrjunaratriðið var tekið upp á Íslandi, fyrsta skipti sem stórmynd var tekin upp hér á landi

Í byrjunaratriðinu nefnir einn rússinn Roger Moore á nafn maður verður að hlusta mjög vel eftir því.

The living daylights (1987)

Frederick Warder (004) og Glyn Baker (002) voru ráðnir vegna hversu líkir í útliti þeir voru George Lazenby og Roger Moore. Framleiðendurnir ákváðu að leika sér pínu að áhorfendum í byrjunatriðinu þannig að fólk myndi ekki vera alveg visst um hver af 00-njósnurunum sé Bond.

Fyrsta mynd Timothy Dalton sem Bond

Pierce Brosnan, Sean Bean, Sam Neill,Christoher Lambert, Mark Greenstreet og Anthony Hamilton voru íhugaðir í hlutverk Bond

Maryam d'Abo (Kara Milovy) var upprunalega ráðin til að leika á móti Bond-leikurum í áheyrnarprufu, svo þegar kom að því að ráða í hlutverk Bond-gellunar sáu þeir að þeir höfðu hana allann tímann.

Síðasta Bond-mynd John Barry

Þegar Walter Gotell( Gen. Gogol) veiktist þurfti að búa til nýja persónu General Pushkin. Gotell gat samt birst í lok myndarinnar og var það síðasta Bond-myndin hans.

Það átti upphaflega bara að láta einn stuntmanninn leika “svikarann” (þann sem drepur 004) en ákveðið var svo að ráða alvöru leikara í það. Hlutverkið fékk Carl Rigg sem að var á þeim tíma bara alltaf einn heima hjá sér að passa nýfætt barn sitt á meðan að konan hans var í vinnunnni. Eftir að hafa fengið boðið setti hann krakkann í pössun hjá nágranna skrifaði bréf til konu sinnar um að hann væri farinn að leika í James Bond-mynd og tók svo fyrstu vél til Gibraltar.

Morten Harket söngvari A-ha (sem flutti titillagið) var boðið hlutverk sem einn af vondu gaurunum. Hann afþakkaði vegna anna.

Díanna prinsessa og Karl bretaprins heimsóttu tökuliðið þegar var verið að taka upp atriðið á Q-verkstæðinu. Karl fékk að ýta á sprengirofann sem skaut eldflauginni úr “the ghettoblaster” og í staðinn fékk Díanna að brjóta gerviflösku á hausnum á honum.

Timothy Dalton gerði atriðið uppá jeppanum í byrjuninni sjálfur

Síðasta myndin eftir bók Ian Fleming þangað til Casino Royale, rúmlega 20 ár á milli.

Licence to kill (1989)

Fyrsta myndin til að fá stimpilinn R. Til að losna við það var eftirfarandi atriðum sleppt; hausinn á Milton Krest sjást springa, Felix Leiter sjást fljóta fótalaus í vatninu, fætur Dario sjást myljast þegar hann fór í gegnum myljarann og Sacnhez sjást brenna. Öllum atriðunum var breytt aftur fyrir Ultimate Edition DVD diskana árið 2006.

Cubby Broccoli veiktist við gerð myndarinnar og varð frá að hverfa og gat svo ekki snúið aftur svo þetta varð síðasta Bond-myndin hans þar sem hann var á staðnum.

Síðasta Bond-mynd Richard Maibaum (handritshöfundur), Maurice Binder (hönnuður myndbandanna), Cubby Broccoli (framleiðandi), Robert Brown (M), Carroline Bliss (Moneypenny) og Timothy Dalton

Pedro Armendáriz Jr. sem leikur forsetann Hector Lopez er sonur Pedro Armendáriz sem lék Kerim Bay í From Russia with love.

Hlutverk Lupe var boðið Mariu Conchita Alonso

John Rhys-Davis (Gen. Pushkin) var boðið að birtast í einu atriði en hann afþakkaði

Það þurfti að þjálfa Carey Lowell (Pam Bouvier) í að skjóta af byssu því hún lokaði alltaf augunum og CIA njósnari myndi ekki kippa sig neitt upp við að taka í gikkinn

Atriðið þar sem Benicio Del Toro (Dario) er að skera böndin hjá Dalton í bardaga þeirra skar Toro óvart ljótann skurð í hendina á Dalton og þurfti að fresta tökum.

Fyrsta Bond-myndin þar sem báðar Bondgellurnar lifa af

Síðasta myndin með Felix Leiter þangað til Casino Royale

Goldeneye (1995)

Fyrsta Bond-mynd Pierce Brosnan

Laim Neeson, Mel Gibson, Sam Neill, Hugh Grant og Lambert Wilson komu til greina í hlutverk Bond

Elizabeth Hurley, Ellen McPherson, Paulina Porizkova og Ena Herzigova komu til grein í hlutverk Natalyu

Átti að koma út 1991

The Rolling Stones var boðið að syngja titillagið en þeir afþökkuðu

Fyrsta Bond-myndin sem að er ekki skrifuð eftir neinni sögu Ian Fleming

M heitir Barbara Mawdsley í handritinu en það kemur ekki fram í myndinni

Fyrsta skipti sem kynlífssena er í Bond mynd

Netfang Boris Grishenko er madvlad@mosu.comp.math.edu

Fyrsta skipti sem “byssuhlaupsatriðið” var tölvugert

Í kringum 100 dauðsföll

Á metið lengsta teygjustökk í kvikmyndasögunni 220 m. Maðurinn sem gerði stökkið leikur annann af þyrluflugmönnunum sem Xenia drepur

Fyrsta Bond-myndin sem var gefin út á DVD.

The Edge og Bono úr U2 sömdu Bond-lagið

Alan Rickman afþakkaði hlutverk Alec Trevelyan vegna þess að hann væri orðinn leiður á að leika íllmenni

Renny Harlin var boðinn leikstjórastóllinn

Tomorrow never dies (1997)

Fyrsta myndin þar sem Bond notar nýja byssu, Walther P99.

Michelle Yeah (Wai Lin) gerði flest sín áhættuautriði.

Eitt sinn við tökur í Bangkok flaug ein þyrla of nálægt Bandaríska sendiráðinu og urðu Bandaríkjamenn hræddir við njósnir

Elliot Carver átti að heita Elliot Harmsway

Tileinkuð minningu Albert R. Broccoli.

Bond rekur í rogastans þegar að hann þarf að skrifa skeyti á kínversku og tekur Wai Lin við, hins vegar kemur fram í You only live twise að Bond er með háskólapróf í kínversku.

Sala á Walther P99 rauk uppúr öllu valdi eftir að myndin kom út, bæði alvöru- og leikfangabyssur.

Fyrsta myndin sem hefur enga einustu tilvísun í Ian Fleming (Goldeneye er nafnið á sumarbústað Ian Fleming og er það því tilvísun í hann)

Teri Hatcher( Paris Carver) kláraði allar sínar senur í flýti því að hún komst að því að hún væri ólétt skömmu eftir að hún fékk hlutverkið

Desmond Llewelyn tilkynnti að hann væri fljótlega að hætta sem Q og var samin kveðjusena í þess mynd sem var ekki notuð. Hún var hins vegar notuð í næstum mynd.

Stamper átti að hafa hlotið heilaskemmdir sem virkuðu þannig að ánægja yrði sársauki og öfugt. Hætt var við hugmyndina en hún var þróuð og notuð á Renard í The world is not enough

Anthony Hopkins var boðið hlutverk Elliot Carver

Teri Hatcher tók að sér hlutverk Paris til að uppfylla langþráðann draum eiginmanns síns að vera giftur Bond-gellu

Átti fyrst að heita Tomorrow never comes en endaði sem Tomorrow never lies en vegna ritvillu varð lokatitillinn eins og hann er

Áður en mótórhjólaatriðið var tekið upp talaði Roger Spottiswoode leikstjóri við Pierce Brosnan og Michelle Yeoh í sitthvoru lagi og sagði þeim að ekki leyfa hinu að setjast við stjórnvölin. Útkoman var einmitt sú sem að Roger vonaðist til að Wai-Lin og Bond rifust um hvor fengi að keyra.

Monica Belucci fór í prufu fyrir hlutverk Paris

B.J. Worth stuntmaður þurfti að stökkva HALO stökkið u.þ.b. 80 sinnum

Einn áhættuleikarinn sló Brosnan ílla á kjaftinn og er Brosnan með ör eftir það fyrir ofan vörina

The world is not enough (1998)

Bátseltingaleikurinn var upphaflega ekki hluti af byrjunaratriðinu en í áhorfendaprufunni fannst áhorfendur stökkið útum gluggann ekki nógu og spennandi og var þá eltingaleiknum bætt inn.

35 bátar voru notaðir við tökur á byrjunaratriðinu.

Í upprunalega handritinu vinnur Christmas Jones hjá tryggingunum

Fyrsta Bond-myndin síðan On her majesty's secret servise sem endar á Bond-stefninu en ekki lagi.

Leikararnir sem leika lögreglumennina sem Bond bleytir í byrjunaratriðinu vissu ekki hvað myndi gerast í atriðinu þeim var bara sagt að þvinga bílinn

Mynd af Bernard Lee (fyrsta M) sést hanga í skrifstofu M

Síðasta Bond-mynd Desmond Lewelyn.

Var tileinkuð minningu Desmond Lewelyn þegar hún kom út á spólu

Af því að þetta var síðasta Bond-myndin á þessu árþúsundi voru uppi hugmyndir að leikkonur sem leikið hafa Bondgellur áður myndu leika í henni.

Ruðningskappinn Jonah Lomu íhugaður í hlutverk Bullion en hann neitaði

Byrjunaratriðið er 15 mínútur að lengd, lengsta byrjunaratriðið hingað til.

Í vöruhúsinu þar sem Bond, Jones og Zukovsky ræða málin og reyna að finna kafbátinn má sjá myndi af fyrrum Bond-gellum hanga í kringum landakortið.

Rétt áður en Llewelyn lést í bílslysi hafði hann tilkynnt að hann ætlaði sér að vera í næstu Bond-mynd.

Atriðið þar sem Zukovsky er að drukkna í kavíarnum sínum var tekið upp á afmælisdegi Robbie Coltrane (Zukovsky).

Þyrlan með söginni átti að birtast í Goldeneye en var frestað

Í einni handritsútgáfunni hét vindilsstelpan Sashenka Firo.

Fyrsta Bond-myndin þar sem aðalíllmennið er kona

Die another day (2002)

Wai Lin úr Tomorrow never dies átti að birtast í þessari mynd en það var hætt við og í staðinn var settur persónan Chang.

Fyrirmyndin að Íshöllinni er íshótelið í Jukkasjärvi, Svíþjóð.

Fyrsta skipti þar sem Bond er skeggjaður í Bond-mynd.

Fyrsta skipti þar sem Michael Wilson frameiðandi er kreditaður fyrir leik sinn í örhlutverki.

Nafnið kemur úr ljóði eftir A.E. Housman “But since the man that runs away/lives to die another day”

Þrátt fyrir að sagan sé samin fyrir myndina eru tilvísanir í bækurnar Thunderball, On her majesty's secret servise, The man with the golden gun og Moonraker.

Bókin sem Bond notar þegar hann þykist vera fuglaskoðari er eftir James Bond rithöfundinn sem 007 heitir í höfuðið á.

Jökulsárlón tók óvænt að bráðna og leit út fyrir að þyrfti að taka bílaeltingaleikinn upp á Nýja-Sjálandi en það fraus aftur á síðustu stundu

Bílnúmerið á Jagúarnum hans Zao er íslenskt

Flugfreyjan sem gefur Bond drykkinn sinn er leikin af Deborah Moore dóttur Roger Moore.

Madonna (Verity) átti að kynna Bond fyrir Graves með setningunni “Bond, James Bond” en framleiðendur gerðu ráð fyrir að áhorfendur myndi frekar vilja að Brosnan segði nafnið sjálfur.

Þetta er í annað skipti sem við sjáum skrifstofu James Bond, í fyrra skiptið var í On her majesty's secret servise

Pierce Brosnan slasaðist á hné við gerð myndarinnar og seinkaði tökum vegna þess

Í fyrsta skipti sem að kúlan sést koma í "byssuhlaupsatriðinu.

Halle Berry er fyrsti Óskarsverðlaunahafinn til að leika Bond-gellu.

Breyta þurfti Aston Martinum og Jagúarnum í fjórhjóladrifna bíla til að þeir gætu staðið sig á ísnum.

Greinin sem Bond les um Gustav Graves en alvöru grein um Toby Stephens (Graves)

Fyrsta Bond myndin sem kemur á ári með sléttri tölu (2002) síðan The man with the golden gun (1974)

Catherine Zeta-Jones, Kelly Brook og Jean Butler komu til greina í hlutverk Bond-stúlkna

Mynd átti að vera gerð með Jinx í aðalhlutverki en vegna slæmrar útkomu Tomb Raider 2 og Charlie Angels 2 var hætt við.

Meðal gömlu græjanna sem að Q geymir á verkstæðinu eru skórinn hennar Rosu Klebb, flaugin úr Thunderball og kafbáturinn úr Octopussy.

Casino Royale (2006)

Fyrsta skipti sem Daniel Craig leikur Bond.

Sean Connery var íhugaður í að leikstýra

Julian McMahon, Krithik Roshan, Dougray Scott, Dominic West, Gerald Butler, Ewan McGregor, Clive Owen, Goran Visnjic, Sam Worthington, Alex O'Louhglin, Colin Salmon, Rubert Friend og Henry Cavill kom allir til greina sem James Bond.

Quentin Tarantino vildi leikstýra.

Fyrsta Bond-myndin sem sýnd er í Kína

Meðan á tökum stóða stal Mads Mikkelsen (Le Chiffre) Aston Martinum af því hann öfundaði Daniel Craig að fá allt það flotta, að sjálfsögðu skilaði hann bílnum.

Daniel Craig hætti að reykja og réði einkaþjálfara til að koma sér í form.

Í sturtuatriðinu hjá Vesper Lynd átti Eva Green bara að vera í nærfötum en Daniel Craig fannst skrítið að Lynd myndi stoppa til að afklæða sig. (Þið líklega fattið þetta ekki ef þið hafið ekki séð myndina)

Í raunveruleikanum er Sebastien Foucan (Mollaka) hlaupari og atvinnuklifurstökkvari (parkour)

Lengsta Bond-mynd hingað til 144 mínútur og 7 sekúndur.

Þetta er í fyrsta skipti í 44 ár sem að rignir í Bond-mynd.

Á milli taka spiluðu leikarar og tökulið oft fjárhættuspil sér til gamans

Daniel Craig er fyrsti leikarinn sem er undir 40 ára aldri í hlutverki Bond síðan George Lazenby

Það kviknaði í 007-sviðinu við gerð myndarinnar í annað skiptið það gerðist áður við gerð A view to a kill.

Tilkynnt var að Daniel Craig væri ráðinn sem Bond sama dag og Roger Moore hélt uppá 78 ára afmæli sitt.

Flestir leikararnir sem komu til greina í hlutverk Bond vissu ekki að Daniel Craig hefði verið ráðinn fyrr en það var tilkynnt í sjónvarpsyfirlýsingu

Aishwarya Rai, Naomi Watts, Charlieze Theron, Thandie Newton, Angelina Jolie, Rachel McAdams, Caterina Murino (Solange), Sienna Miller, Rose Byrne, Rachel Stirling, Natasha Henstridge, Jessica Simpson, Scarlett Johansson og Vera Farmiga komu til greina í hlutverk Vesper Lynd.

Ulrich Matthes og Gulshan Grover voru íhugaðir í hlutverk Le Chiffre

Fyrsta Bond-myndin þar sem báðar Bond-gellurnar deyja (af þeim myndum sem tvær gellur eru)

Heimildir. www.imdb.com, www.bondmovies.com, aukaefni af DVD-diskum myndanna, Fréttablaðið og Morgunblaðið