The Terminator; 3Play Í þessari grein ætla ég að fjalla um hinar frábæru myndir um tortímandann sem allir kvikmyndaáhugamenn ættu að þekkja, en þetta eru frábærar vísindaskáldsögur sem einnig geta flokkast sem hasar/spennumyndir, og þó þær séu gamlar er alveg vert að skrifa grein um þessar myndir og ætla ég því að gera það, en ég ætla hér á eftir að fjalla um þær allar í röð.


The Terminator (1984)

- Eink. á imdb.com: 8,0
- Leikstjóri: James Cameron
- Lengd: 104 mín.
- Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Michael Biehn, Linda Hamilton

The Terminator er vísindaskáldsaga og hasarmynd frá árinu 1984 og fjallar hún um vélmenni, eða Tortímandann (Schwarzenegger) sem er sent aftur í tímann frá árinu 2029, í nútímann til að drepa konu að nafni Sarah Connor (Hamilton) þar sem að ófæddur sonur hennar, John Connor mun verða mikilvægur fyrir mannkynið í framtíðinni. Það ríkir stríð á milli mann og véla í framtíðinni, þar sem að það varð heimsendir og sá sem leiðir mannaherinn gegn vélunum er John Connor og þess vegna er hann svo mikilvægur mönnunum.
Þegar tortímandinn er kominn í nútímann með það verkefni að drepa Söruh, er líka sendur hermaður frá mannkyninu úr framtíðinni, en það er Kyle Reese (Biehn) og fara þá báðir framtíðarmennirnir að leita að Söruh og framundan er æsi spennandi barátta um að verja Söruh frá tortímandanum svo að mannkynið eigi sér von.
Að mínu mati er myndin algjör snilld, flottur og spennandi hasar og auk þess frábær vísindaskáldsaga. Myndin er vel leikin og mjög vel leikstýrð, enda er James Cameron þekktur fyrir að gera góðar myndir ss. T2, Titanic, The Abyss, Aliens ofl.
Einnig eru tæknibrellur myndarinnar alveg til fyrirmyndar, allavega miðað við hvað myndin er gömul, einnig er tónlistin frábær en Terminator-theme lagið er eitt það besta kvikmyndalag sem ég hef heyrt.
Myndin er nánast gallalaus, en ef það er einhver galli þá er það að sjálfsögðu tæknibrellurnar, en maður verður víst að virða það þar sem hún er frekar gömul. Myndin hefur líka elst vel og þykir enn frábær í dag, þetta er einstök upplifun og getur maður horft á hana aftur og aftur án þess að fá leið á henni, einstaklega góð mynd. ****/*****


Terminator 2: Judgment Day (1991)

- Eink. á imdb.com: 8,3
- Leikstjóri: James Cameron
- Lengd: 132 mín.
- Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton, Edward Furlong, Robert Patrick

Hér snýr James Cameron loksins aftur 7 árum seinna með framhaldið sem allir höfðu beðið eftir, en einnig snýr Arnold aftur í sínu sama hlutverki sem olli heldur ekki vonbrigðum.
Nú eru liðin 13 ár síðan fyrri myndin endaði og nú er John Connor (Furlong) fæddur og orðin 13 ára, nú er tortímandinn (Schwarzenegger) sendur aftur í tímann en nú er hann með það verkefni að vernda John, þar sem að andspyrnan, mannkynsins í framtíðinni fangaði hann og endurforritaði hann, en einnig er þá sendur annar tortímandi frá vélunum sem er talsvert háþróaðri en hinn, en það er T-1000 (Patrick), og er hann semsagt með verkefni um að uppræta John. Berjast nú John og tortímandinn um að sleppa frá T-1000 og fá í lið með sér Söruh Connor (Hamilton) úr fyrri myndinni sem er einnig móðir John, fara þau í Cyberdine Systems, sem er fyrirtækið sem finnur upp vélarnar, og hyggjast eyða öllum gögnum tengdum vélunum, þar sem að dómsdagur nálgast. Og er þá æsi spennandi flótti og barátta framundan hvort tortímandinn, Sarah og John nái að flýja eða eyða T-1000.
Þessi mynd er gjörsamlega algjört meistaraverk, og að mínu mati miklu betri en sú fyrri, tæknibrellurnar, sem voru mesti ókostur fyrri myndarinnar, eru gjörsamlega frábærar núna, leistjórnin og leikurinn óaðfinnanlegur, flottar sviðsmyndir, gott plott og hefur þessi mynd bara allt sem góð mynd þarf að hafa. Tónlistin er einnig frábær í þessari sem og fyrri myndinni.
Þessi mynd hefur oft verið sögð besta framhaldsmynd sem gerð hefur verið, þar sem að það er ekki algengt að framhaldið sé betra en fyrri myndin, en það finnst mér svo sannarlega vera í þessu tilfelli.
Myndin er í heildina séð mjög góð og vann sér inn 4 óskarsverðlaun sem er mjög gott. Að mínu mati er myndin gallalaus og er hún þess virði fyrir alla kvikmyndaunnendur að sjá, ef þeir eru nú ekki búnir að því, hún ert bæði frábær upplifun, sem og hin, góð hasar/spennumynd og svo að sjálfsögðu frábær vísindaskáldsaga. *****/*****


Terminator 3: Rise of the Machines

- Eink. á imdb.com: 6,9
- Leikstjóri: Jonathan Mostow
- Lengd: 109 mín.
- Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Nick Stahl, Claire Danes, Kristanna Loken

Hér kemur hin 3. Mynd um tortímandann en nú er það því miður ekki James Cameron í leikstjórastólnum og er eini leikarinn sem snýr aftur í þessari mynd Arnold. Þessi mynd er að mínu mati stórt stökk niður á við, miðað við hvað hinar tvær voru öflugar, en engu að síður er hún ágæt.
Nú er Sarah Connor dáin og John Connor (Stahl) er orðinn rúmlega tvítugur og þá er komið að því að reyna að uppræta hann enn einu sinni, nú er sent frá vélunum, kvenvélmenni að nafni T-X (Loken) og á það víst að vera það öflugasta vélmenni hjá öllum vélahernum. Svo er tortímandinn (Schwarzenegger) frá mannahernum úr framtíðinni aftur sendur með það verkefni að vernda John frá T-X, en núna hefur enn ein persónan bæst í hópinn því nú á hann líka að verja Catherine Brewster (Danes), sem mun víst verða eiginkona John’s í famtíðinni, og þarf hann því að verja þau bæði. Tortímandinn er nú af gerð sem er orðin úrelt og er T-X talsvert öflugri og á hann því ekki mikla möguleka á að ná að vernda Catherine og John og eyða T-X. En engu að síður reynir hann og er þá spennandi bardagi framundan um hvernig örlöginn eru ráðin, þar sem að á einum deginum sem þessi mynd gerist á að koma dómsdagur.
Eins og ég sagði er þessi mynd ekki nálægt því að vera jafn góð og hinar tvær,og má segja að þetta sé búið að breytast úr fínustu vísindaskáldsögu yfir í tæknibrellusjúkann hasar. Samt á myndin sína kosti, tónlistin er að venju frábær, tæknibrellurnar eru nánast fullkomnar, leikurinn er svona bara nokkuð góður, leikstjórnin svona allt í lagi en gallinn er bara sá að það er ekki sami fílingurinn í þessari mynd og hinum, samt verður að játast að það eru fín bardaga atriði og á þessi mynd alveg sína kosti og finnst mér hún eiga skilið 3 stjörnur. ***/*****


Þessar myndir eru í heildina yfir litið alveg frábær skemmtun, sem allir hefðu gaman af að sjá, þær eru fræðandi, áhugaverðar og spekingslegar. Því mæli ég með að allir hér sem eru ekki búnir að sjá þær drífi sig í því að sjá þær.
Nú eru að hefjast tökur á 4. Myndinni um tortímandann og er búist við því að hún komi einhverntímann árið 2008 og verður það sá sami leikstjóri og gerði T3, þe. Jonathan Mostow, og ég vona svo sannarlega að honum takist betur upp með hana heldur en númer 3, sem var að vísu ágætis afþreying, en það er víst nógur tími til að bíða og um að gera að rifja upp þessar frábæru myndir.
Semsagt er niðurstaðan sú að þetta séu frábærar myndir sem allir ættu að sjá og nú er bara að bíða með góðar eftirvæntingar um 4. Myndina.