Dario Argento Er einhver hérna sem veit hver þessi maður er?

Ef svo er þá væri gaman að koma af stað einhverri umræðu um manninn. Fyrir þá sem þekkja ekki til hans þá er Dario Argento ítalskur hryllingsmyndaleikstjóri sem hefur oft verið kallaður hinn “ítalski Hitchcock”. Sagt er að hann sé vinsælli en páfinn á Ítalíu. Argento varð heimsfrægur eftir fimmtu mynd sína, Suspiria ('77), og eftir hana spýtti hann frá sér hverju meistaraverkinu á fætur öðru.

Það er frekar erfitt að nálgast myndir Argento á Íslandi, en ef þið eruð á annað borð að spá í að sjá e-ð eftir hann þá mæli ég með þessum:

Profondo Rosso (Deep Red) - 1975
Suspiria - 1977
Tenebrae - 1982
Phenomena (Creepers - klippt útgáfa, ekki sjá hana) - 1984
Opera - 1987
The Stendhal Syndrome - 1996
Non Ho Sonno (stundum skrifuð sem Nonhosonno) - 2000