Elijah Wood - Fróði Baggason Eljiah Wood fæddist 28. janúar 1981. Til gamans má geta að ég fæddist 29. janúar. En það skiptir ekki neinu máli. Fæðingarstaður hans er Iowa, foreldrar hans heita Warren og Debbie Wood. Hann tvö systkini, eldri bróðir að nafni Zack og yngri systur sem heitir Hannah. Hann á tvo hunda, Rascal og Levonne. Á yngri árum sýndi hann mikinn áhuga að skemmta áhorfendum, þannig að mamma hans ákvað að taka hann til Los Angeles í “Annual Internation Modeling and Talent Association Convention”. Treysti mér ekki til að þýða þetta á almennilegan hátt.

Brátt átti leiklistarferill hans að spretta. Hann birtist í nokkrum auglýsingum, þ.á.m. auglýsingu fyrir Tommy Jeans og tveimur tónlistarmyndböndum fyrir The Cranberries og Paula Abdul. Seinna náði hann hlutverkum í sjónvarpsþáttum. En eftir það nældi hann í hlutverk í Avalon árið 1990. Þá byrjaði ferill hans. Seinni myndir hans voru Paradise ('91), Radio Flyer ('92), Forever Young ('92), þar starfaði hann með Mel Gibson. Eftir leik hans í The Good Son ('93) með Maccauly Culkin landaði hann hlutverki í North. Sú mynd var álitin flopp hjá boxoffice-inu. En Eljiah var talinn vera það eina jákvæða sem kom útúr þessari mynd. ‘96 lék hann í endurgerð af gömlum sjónvarpsþáttum, Flipper.

Eftir Flipper birtist hann í mörgum myndum og styrkti sig á skjánum. Svo kom enn ein heimsendirs myndin, Deep Impact, árið 1998. Með mörgum góðum eins og Robert Duvall og Morgan Freeman. Einnig ein unglingahrollvekjan, The Faculty. Eftir það lék hann í þremur myndum sem komust aldrei á hvíta tjaldið, þær eru The Bumblebee Flies Anyway (’99), Black and White ('99) og Chain of Fools ('00).

Elijah hefur verið tilnefndur til 12 verðlauna, en aldrei til Óskarsins. Hann hefur fengið 4 af þessum verðlaunum.

Núna er Elijah að vinna í kvikmyndum sem allir ættu að þekkja núna. Þessar myndir eru sagðar vera stærsta verkefni allra tíma á hvíta tjaldinu. The Lord of the Rings eða Hringadróttinssaga, byggðar á bókum J.R.R. Tolkiens. Ég held ekki vatni fyrir þessum myndum. Fyrir þá sem vita ekki þá er frumsýningardagur fyrstu myndarinnar, Fellowship of the Ring, 10. desember í Bretlandi. Endilega leiðréttið mig ef ég fer með vitlaust mál. Eftir þessar myndir þá held ég að allar dyr standi opnar fyrir Elijah, ef þær eru það ekki nú þegar. En þessar myndir verða byltingar í kvikmyndaiðnaðinu. It's not evoulution, It's Revolution. =)


Kveðja, sigzi.