Seann William Scott Úr því að ég var að ljúka við að horfa á American Pie, aftur og aftur, þá langar mig að skrifa grein um þennan “snilling”.
Seann William Scott, eða kannski Stifler eins og flestir kannast við, eða kannski Chester í Dude, Where's my car.
En núna er komið nóg af þessum karakterum hans.

Mig langar ekkert að fara djúplega í æsku hans þannig lagað, því það langar kannski ekkert mörgum að vita það.
En hann fæddist í Minnesota. Var uppgvötaður í leiksamkeppni í LA og var þaðan á stundinni floginn til NY til að
taka prufu í “All my Childen”. Hann er einn vinsælasti (og skemmtilegasti) ungi leikarinn í dag.

Það skemmtilegasta við Scott er einfaldlega hvað hann leikur einstaklega vel.. nei núna er ég bara að ganga
fram af ykkur. Hann er alltaf með svo skemmtilegar persónur og túlkar þær skemmtilega, ekki vel, skemmtilega.

Ferill hans er mjög stuttur. Hann lék í tónlistarmyndbandi með Aerosmith, A Hole in My Heart. Annars hefur hann
leikið í það fáum myndum að ég ætla að fjalla lítillega um nokkrar þeirra.

Road Trip, þar lék hann náunga að nafni E.L. og eins og vanalega snýst líf hans um.. hvað haldiði? Kynlíf.
En líka eins og vanalega.. þá er hann skemmtilegasta persónan í myndinni.

American Pie. Og núna snýst líf hans, oftar en ekki, um kynlíf. Gaur að nafni Stifler,
örugglega eftirminnilegasta persóna beggja myndanna (AP2).

Dude, Where's My Car? örugglega einhver asnalegasta mynd allra tíma! Mótleikari hans er leikarinn í
That the 70' Show. Þar er hann Chester og hann hugsar um…. ekki neitt, nema kannski Animal Planet
og strúta. Skemmtilega heimskuleg persóna en ekkert eftirminnileg.

Evolution, þetta hlutverk er líklega Evoluton (þróun) í hans lífi, því þarna er hann ekki að hugsa um kynlíf.
Þarna berst hann við “illar” geimverur. Wayne Gray, persónan sem hann lék.

Hann lék einnig í Jay and Silent Bob en ég hef ekki séð hana.
Næsta mynd hans er Stark Raving Mad og er áætluð 2002.

ATH. Grein skrifuð um tæplega 3 leytið.
Stafsetningarvillur geta leynst þarna.

kveðja,
sigzi