Apocalypto (2006) Apocalypto er nýjasta mynd leikstjórans og leikarans Mel Gibson og kom út árið 2006. Þetta er fjórða mynd Mel’s Gibson sem leikstjóra og að mínu mati fjórða meistaraverkið hans. Ég veit að það kom grein um þessa mynd fyrir stuttu, en ég tók mér það bessaleyfi að skrifa aðra þar sem mér fannst myndin það góð.
Ég tek það skýrt fram að það verða stórir spoiler og þá meina ég stórir og mun ég fara ítarlega yfir myndina hér, þannig að ef þið eruð ekki búin að sjá myndina, þá ráðleggi ég ykkur að lesa þetta ekki.

Myndin gerist í frumskógi og hefst á því að við fáum að kynnast menningu, siðum, lífi og hópi trúarmanna svokallaðra Maya. Þetta virðist ansi friðsæll og ófyrirferðamikill hópur sem lifir bara hamingjusamt í frumskóginum þar sem tilgangur lífs þeirra er eins og venjulega, stækka fjölskylduna, eignast fjölskyldu, heimili og allt það.

Einn daginn ræðst hópur trúarmanna, svokallaðra Azteka á Mayana og gera bókstaflega árás á þá, og drepa, nauðga og ræna mönnum sem þeir þurfa að nota til fórnar sólarguðsins í trúarheimi þeirra þar sem þeir telja kynþátt sinn geta farið í útrýmingarhættu, fái sólguðinn ekki nægar fórnir, svo þeir ræna þeim mönnum sem þeir þurfa. Einn af þessum mönnum er aðalpersónan, Jaguar Paw(Youngblood), sem er tekinn frá fjölskyldu sinni sem hann hefur náð að fela í djúpum helli fyrir Aztekunum.

Svo halda Aztekarnir för sinni áfram með fanganna þar til þeir koma að svona nokkurveginn “höfuðborg” Aztekana, þar sem fórnirnar fara fram og fara þeir þá með fangana upp í fórnunar turnanna og er þá nokkrum af þeim fórnað á grófan hátt.
Svo þegar þeir telja að sólguði þeirra sé fullnægt, fara þeir með fangana sem ekki var fórnað og nota þá sér til skemmtunar, þe. reyna að drepa þá sér til skemmtunar sem er eitt af mínum uppáhaldsatriðum í myndinni, grimmdin og hugrekkið er bara svo flott í þessu og spennan. Svo þegar búið er að drepa nokkra af Mayunum, kemst með heppni Jaguar Paw framhjá þeim og kemst aftur inn í frumskóginn og ætlar bókstaflega að snúa aftur til þorpsins síns og bjarga konu sinni og syni og ófæddu barni. Svo ákveða Aztekarnir sem voru með hann sem fanga að elta hann, þar sem þeir telja sig ekki mega sleppa honum í nafni trúar sinnar.

Svo tekst Jaguar Paw einhvern veginn að drepa þá hægt og rólega hvern á fætur öðrum, þangað til fáir eru eftir. Lenda þeir svo í allskyns vandræðum í skóginum, dauðagildrum, skepnum ofl. En Aztekarnir halda samt áfram að elta hann, og má segja að þeir hlaupi um stanslaust í skóginum í langan tíma. Og heldur þetta bara áfram þar til aðeins tveir Aztekar eru eftir að elta Jaguar.

Svo hlaupa þeir áfram og er Jaguar alveg að komast á áfangastað, og elta Aztekarnir hann áfram, þegar þeir allt í einu stoppa allir þegar þeir sjá Spænsk skip og Spánverja vera að sigla í land hjá þeim, þeir verða alveg orðlausir, hætta þá Aztekarnir að elta Jaguar og heldur hann þá áfram för sinni þar til hann loksins finnur fjölskyldu sína, næstum því drukknuð í rigningunni(það hafði rignt mikið). Svo fara þau inn í skóginn og fara á flótta í leit að nýju heimili og nýju lífi.

Myndin er að mínu mati meistaraverk, sérstaklega leikstjórnin, sviðsmyndirnar og umhverfið og allt þetta er bara alveg magnað, svo finnst mér myndin frekar vel leikin miðað við að margir sem leika í þessari mynd hafa aldrei leikið áður og eru gjörsamlega nýjir í bransanum, semsagt þrátt fyrir það er hún nokkuð vel leikin. Myndin er vel spennandi og tel ég að hún fylgi sögunni mjög vel, þó ég sé reyndar ekki vel að mér í sögunni þá hef ég heyrt sitt hvað og finnst mér þetta vera líkt því, en alltaf eru einhverjar sögulegar staðreyndavillur sem eru gerðar í kvikmynd.
Myndin er mjög gróf og blóðug og finnst mér myndin alveg standast væntingar hvað það varðar, hins vegar eru aðrir sem segja að hún hafi ekki verið það gróf, en þetta er bara mitt álit. Svo verð ég að segja að tónlistin er nú bara nokkuð góð, en ekki alveg nógu góð, allavega ekki miðað við að það sé James Horner sem sér um tónlistina, en hann á að baki mörg flott tónverk í kvikmyndum og er þssi ton list bara fín.
En svona í heildina yfir litið er myndin frábær og mikil skemmtun og skora ég á þá sem ætla á myndina að drífa sig í því.
Mel Gibson er nú mjög umdeildur og hefur hlotið margar slæmar ásakanir að undanförnu en látið það ekki hafa áhrif á ykkar skoðun á myndinni, einkalíf hans kemur starfi hans sem þessu ekkert við. Niðurstaðan er semsagt sú að þetta sé frábær mynd og fær hún nánast fullt hús hjá mér ****,5/*****