Platoon(1986) Ég var að horfa á Platoon, sem kom út 1986 og leikstýrt af Oliver Stoneí 3. skiptið, alltaf finnst mér hún verða betri. Í jólagjöf fékk ég þessa mynd í rosa flottri Ultimate Edition 2ja-diska útáfu sem var gefin út á 20 ára afmæli myndarinnar. Hér langar mig að segja frá DVD-settinu og myndinni…

————————-

Platoon
Myndin fjallar um átaknlega reynslu Chris Taylor sem býður sig í herinn árið 1968 og alla þá mismunandi hermenn sem eru í “25th Infantry Bravo Company” innan hersins sem eru staðsettir í Vietnam. Tekið er á alvöru mála á meðal hermanna td að taka hluti í sýnar hendur(td “Fragg”) og Hatri.

Meðal Leikarara
Charlie Sheen …. Pvt. Chris Taylor
Willem Dafoe …. Sgt. Elias Grodin
Tom Berenger …. SSgt. Bob Barnes
Forest Whitaker …. Big Harold
John C. McGinley …. Sgt. Red O'Neill
(Scrubs)
Johnny Depp …. Private Gator Lerner
Myndin fékk 4 Oscar verðlaun m.a. Besti leikstjóri og Besta mynd.
DVD Settið


Diskur 1
Bíómyndin, 2klst löng. Hægt að velja um Audio Commentary þar sem annaðhvort Oliver Stone sjálfur segir frá, eða með “Military Supervisor-num” sem hjálpaði að móta her-andann í myndinni, Dale Dye sem leikur líka “Capt. Harris” í myndinni sem sér um flestar “stórar” ákvarðanir.

Diskur 2
“Tour of The Inferno”(Gerð myndarinnar), sirka 1klst. Sýnt hvernig leikararnir voru látnir fara í gegnum 2 vikur af líkamlegri og andlegri her-þjálfun undir harðri stjór Olivers og Dale Dye. Svo segja leikararnir frá öðru sem stóð uppúr. Skemmtilegt að horfa á eftir myndina.
“One War, Many Stories”
Fyrrum hermenn úr Vietnam stríðinu hittast og ræða um málefni sem tengjast stríðinu og tengjast myndinni.
“Preperation for the Nam”
Oliver og fleiri segja frá hvernig her-þjálfunin þeirra gekk og hvað hermenn þurftu að ganga í gegnum í “Boot Camp”.
“Original Trailer & TV Spots”
Trailerinn og 3 TV trailer-ar
“Photo Gallery”
Poster og behind the scenes myndir.

Í settinu fylgir líka 6 bls. bæklingur skreyttur myndum og sögu myndarinnar of fleiru. Svo eru 5 flottar myndir prentaðar á ljósmynda pappír!

———————-

Ég held að þetta sé besta mynd sem ég hef séð á ævi minni. Leikararnir passa vel í hlutverkin og þeir eru svo svalir. Sagan snerti mig og staðreyndin að Stone hafi sjálfur verið í Víetnam gerir myndina miklu raunverulegri.

Þetta ætti að vera komið út hér á Íslandi, en ég fékk þetta frá Bretlandi.

Heimildir: IMDB Vísir