Nú skrifa ég um persónu sem allir þekkja enda hin mikla hetja bíómyndanna. Hver er það? Hann heitir James Bond njósnari sem kemur úr bókum Ian Flemming's.
í bókunum kemst þessi sannkallaða hetja í mörg erfið mál og hikar Flemming's ekki við að finna alltaf upp ný og ný vandræði til að halda uppi spennunni. Þegar svo voru gerðar myndir þá var farið eins að og strax var um stórmyndir að ræða og vinsældir flugu á eftir.

Sean Connery:

Sá fyrsti til að leika hetjuna og margir segja sá besti. Mér þykir hann mjög flottur enda töffari á ferð. Hver man ekki eftir honum í Goldfinger en það var sú fyrsta sem ég sá. Það er eitt besta atriði sem ég hef séð þegar James er bundinn við borð og getur ekki hreyft sig á meðan leiser geisli nálgast. Þá segir James Bond hvort Goldfinger haldi að hann muni tala en Goldfinger hlær og segir honum að hann muni deyja. Sean Connery lék í mörgum fleiri myndum eins og Diamonds are foorever og Dr. No. Allar eru þessar myndir skemmtilegar og ég mæli með að þið kíkið á þær þó þær séu gamlar. Sean Connery er einn sá besti

George Lazenby:

Þessi lék bara í einni mynd og var ekki jafn góður og Sean en samt ágætur. Það er mjög fyndið þegar hann kemur uppúr sjónum og allar stelpurnar hlaupa í burtu og hann segir að this never happened to the other guy. Þessi leikari er ágætur en ekki margar myndir með honum samt

Roger Moore:

Þessi er góður og einn sá besti hann lékk í mjög mörgum Bond myndum og var vinsæll. Það er til dæmis mjög fyndið að hann er trúður í einni myndinni og þarf að eyðileggja sprengju. Uppáhalddsmyndin mín með honum er View to a kill en þar þarf hann að berjast við vondan sem leikinn er af Christopher Walken (mjög góður leikari er til dæmis í einni bestu mynd TIm Burton Sleepy hollow).

Timothy Dalton

Þessi var töffari í Licence to kill þá þurfti hann að slást við eyturlyfjasala án hjálpar Bretlands. Ekki einn besti til að leika Bond en samt mjög góður.

Pierce Brosnan

Hann er sá sem margir þekkja því það er stutt síðan hann hætti og hann hafði þá verið í fjórum myndum. Mín uppáhalds var Tomorrow never dies sem hefur mörg flott atriði og var hin mesta spennumynd af öllum Bond myndunum. Brosnan var mjög svalur og mér fannst hans flottasta atriði vera þegar hann sagði give the public what it wants og ýtti þeim vonda í hakkavélina. Margri sakna Brosnan og hann var mjög góður en sá nýji er kannski en betri.

Danielle Craig:

Sá svalasti! Hann er mjög harður í þeirri nýjustu og minnir mjg á til dæmis Terminator hvernig hann rústar óvinum. Ég var mjög spenntur í þessari mynd og langaði oft að klappa því hún var svo góð. Ég hef heyrt marga að svona hafi Flemming's viljað hafa Bond. Ég man eftir honum úr einni myrkustu mynd míns uppáhalds Road to Perdition en hann var mjög svalur í henni sérstaklega þegar hann sagði við Tom cause its all fucking hystercal.


Eins og sést hafa margir góðir leikið en hver er sá besti? Það er erfitt að velja besta og
ég get ekki alveg ákveðið hver er minn uppáhalds en segi þó að Danielle sé einn besti þó Sean og Roger séu mjög svalir líka.

Gaman væri ef þið segðuð smá um ykkar uppáhalds Bond?

Stylus