Þáttaka var með besta móti í Triviu 38 með 24 þáttakendur.

clover, kleinumamma … 10
sofus, swordfish, TheGreatOne … 9
kitiboy … 8 ½
babbo, arnarj, thedoctor, kurks … 8
killy, trapisa … 7
Mancio, sigurdurjons, Sammi92, Kallisto, Ukime … 6
arihrannar, Girfan … 5
Toggi, dala … 4
FebruaryStars … 3 ½
eysteinn … 2
EygloByfluga … 1




1. Spurt er um ártal. Á þessu ári kom út mynd um mann sem er ranglega sakaður um morð, kvikmynd þar sem fornar verur gera allt brjálað og mynd um mann sem ætlar sér að myrða forseta Bandaríkjanna. Hvaða ár er þetta?

1993 er árið og myndirnar eru The Fugutive, Jurassic Park og In the Line of Fire.


2. Hvaða leikstjóri er þetta?

Margir skutu á Ang Lee en þessi kall heitir John Woo og hefur leikstýrt myndum á borð við Face/Off, Mission Impossible 2 og The Killer.

3. Kvikmynd ein var fyrsta kvikmyndin, að frátöldum heimildarmyndum, sem gefin var leyfi til að kvikmynda í hinni helgu borg Múslima, Mekka. Myndin er frá tíundaáratugnum, er ævisaga manns sem var ansi róttækur á sjöunda áratug tuttugustu aldar og var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna. Myndin er jafnan talin vera besta verk bæði leikstjórans og aðalleikarans en þeir hafa unnið saman í þómokkur skipti. Hver er myndin?

Þessi spurning var að stríða mörgum, Gandhi var skiljanleg ágiskun er þó ekki rétt. Það er langt síðan ég sá Gandhi en mig minnir að hann hafi nú samt farið til Mekka í myndinni í einhverju svakaatriði en það virðist ekki haffa verið tekið upp þar. Hér er um að ræða Malcolm X frá árinu 1992 sem, eins og nafnið gefur til kynna, fjallar um sjálfan Malcolm X. Hann var trúarlegur leiðtogi blökkumanna og þessi mynd er ævisaga hans en hann ferðast til Mekka í Pílagrímsför í myndinni. Leikarinn var Denzel Washongton og leikstjórinn var Spike Lee.

4. Kvikmynd frá árinu 1969 fjallaði um hóp af ræningjum sem rændu og rupluðu og sluppu svo með því að setja umferðarkerfi viðkomandi borgar á hvolf. Þessi mynd var endurgerð árið 2003 undir sama nafni en nafnið vísar til lands í Evrópu. Planið er að í ekki svo náinni framtíð komi framhald 2003-myndarinnar en þá er sögusviðið flutt til Suður-Ameríku. Hvað heita þessar myndir, frá 1969 og 2003?

The Italian Job. Framhaldið nefnist The Brazilian Job og er verið að semja handrit fyrir hana í þessu skrifuðu orðum.

5.Þýskur leikstjóri hefur tekið það að sér að gera kvikmyndaútgáfur af nokkrum hasartölvuleikjum og að hefur, að mati flestra, gjörsamlega slátrað þessum útfærslum sínum. Hann er þó hvergi hættur og er með allnokkrar myndir á döfinni þó svo að á flestum spjallborðum veraldarvefsins sé maðurinn grátbeðinn um að hætta þessari starfsemi alfarið. Hver er þessi umdeildi leikstjóri?

Uwe Boll er maðurinn, alræmdur í kvikmyndaheiminum fyrir að gera kvikmyndaútfærslur á hasarleikjum. Með slæmum útkomum.

6. Spurt er um leikkonu. Hún braust fram á sjóvarsviðið árið 1994 í gaman/hasarmynd og þótti vægast sagt svaðalegur kroppur. Hollywood leit ekki framhjá þessari skutlu og hún hefur verið iðin við kolann síðan, leikið í rúmlega 20 kvikmyndum. Hún hefur einnig talað inná tölvuteiknimynd og fer þar með hlutverk Prinsessu. Hver er þetta?

Þetta er Cameron Diaz… Lék fyrst í The Mask og talar inná Shrek-myndirnar.

7. Í hvaða mynd býr Al Pacino til kvikmyndastjörnu með hjálp tölvutækni?

Simone.

8. Stafarugl: Eth Carmanuhni Atceddian. Hvaða kvikmynda heiti er hér ruglað?

Hérna var reynt að gera þetta sem erfiðast. Svarið er: The Manchurian Candidate.

9. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Klassíkinni Casablanca.

10. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Hér sjást tvær 12 ára gamlar Lindsay Lohan..ar í The Parent Trap.

Síðasta Trivian í bili er uppi núna svo þetta er síðasta tækifærið í einhvern tíma til að taka þátt!!!!