KING KONG

Margir héldu að Jacksson myndi ekki gera aðra eins og LOTR en þeim skjátlaðist. Hann gerði mynd sem var alveg eins þrusa og hans fyrsta: Lord Of The Rings eða Hringadrottinsaga á íslensku. Eftir að ég sá King Kong hefur Jacksson orðið minn næst uppáhalds leikstjóri. Steven Spielberg er en minn uppáhalds enda hafa flestir lært allt um drama frá hans smiðju.

En nú um King Kong. King Kong er mynd gerð fyrir nýja áhorfendur enda var sú gamla svarthvít og gerð fyrir tíma tölvunnar. í þeirri nýju er bætt upp fyrir það með ótrúlegum brellum og ég hef ekki séð annað eins. Aðalpersónur eru leiknar af Adrien Brody, Jack Black og Naomi Watts. Þetta eru leikrarar sem margir þekkja en þá sér staklega Jack Black sem margir muna eftir úr Cable Guy (mjög fyndin mynd). Mig langar satt að segja mest að tala um uppáhaldsatriðið mitt en það er eitt sem minnir okkur á á hvaða öld við lifum. TUTTUGUSTUOGFYRSTU! Þetta er þegar Kong berst við T-REX risaeðlur. (http://rocr.xepher.net/weblog/images/trex.jpg um konuna (Naomi Watts) Þetta er mjög ótrúlegt atriði og lætur mann fá hroll við tilhugsun að hitta T-Rex. Sumir vinir mínir sögðu að það væri langt en mer´finnst það of stutt! Hér fær maður að sjá töfra sem Jacksson sýndi ekki í LOTR og þegar ég sá þessa þá sat ég alveg fremst á sætinu og var mjög spenntur.
Mé fannst eins og þessar eðlur væru ekki útrýmdar heldur alvöru dýr kannski þjálfuð til að leika í mynd svo er auðvitað ekki því þ´rivíddartækninni er að þakka að svo raunverulega getum við upplifað það að fara í bíó. Áður voru oft notaðar brúður en sumri nota jafnvel brúður enþá til dæmis Tim Burton í Mars Attacks.

Það verður að segjast að Jacksson er ekki af baki dottinn heldur heldur hann áfram að breyta kvikmyndum með gáfum sínum. Hann er ótrúlegur og hver veit nema kannski verði hann sá allra besti eftir sína næstu mynd.

Þeir sem vilja lesa meira um þessa mynd geta skoðað um hana á
http://imdb.com/title/tt0360717/

En þetta er mjög góð síða þar sem hægt er að fletta upp um allar myndir spjalla um.

-Stylus