Köld slóð Hér með skrifa ég fyrstu grein mín á þessu áhugamáli . Greinin fjallar um hina íslensku mynd Köld slóð.
Ps. Vona að þið hafið gaman af þessari grein :D

Köld slóð hefst á því að öryggisvörður finnst látinn í einangraðri virkjun á hálendi Íslands.
Fyrst virðist vera um slys að ræða og Baldur (Þröstur Leó Gunnarsson), rannsóknarblaðamður, hefur lítinn áhuga á fréttinni. Það breytist þó snarlega þegar móðir hans segir honum að látni maðurinn sé pabbinn, sem hann aldrei kynntist. Nú er forvitni Baldurs fyrir alvöru vakin og hann ákveður að komast á snoðir um hvað raunverulega leynist í klakaböndunum á þessum afvikna stað.

Baldur heldur upp á hálendið sem nýr öryggisvörður og tekur við starfi af þeim látna. Fljótlega eftir komuna í virkjunina, kemst hann að raun um að ekkert er sem sýnist. Fólkið í virkjuninni lifir í einangruðu samfélagi og er andsnúið ókunnugum. Eitt af því sem Baldur kemst fljótlega á snoðir um er að á staðnum fer fram ábatasöm en ólögleg hliðarbúgrein. Koma Baldurs og forvitni setur allt í hættu. En ekki nóg með það. Baldur, sem er rannsóknablaðamaður af Guðs náð, grefur fljótlega upp gamalt glæpamál og setur þar með líf sitt fyrir alvöru í hættu.

Myndin var frábærlega vel leikin og sértaklega af Anita Briem og Þresti. Ég mæli eidregið með þessari mynd. Hun er skemmtileg blanda af rómantík, drama, hasar og smá draugagangi. Leikstjóri myndarinnar er Björn Br. Björnsson og stendur hann sig vel.

BLESS og takk fyrir mig ég vona að greinin hafi verið góð.