Jólamyndir : Christmas Vacation Christmas Vacation
Útgáfuár : 1989
Leikstjóri : Jeremiah S. Chechik
Aðalhlutverk :
Chevy Chase
Beverly D'Angelo
Juliette Lewis
Johnny Galecki
Randy Quaid


Cristmas Vacation, ein frægasta jólamynd allra tíma fjallar um Clark Griswold(Chevy Chase) og fjölskyldu hans. Clark hefur einsett sér að halda bestu og eftirminnilegustu gamaldags fjölskyldujól sem nokkru sinni hafa sést og leggur allt í það.
Til að vera með vitni af þessu öllu saman hefur hann boðið foreldrum sínum og tengdaforeldrum (ekki góð blanda) að vera hjá fjölskyldu sinni yfir jólin og seinna bætist svo Eddie, bróðir hanns og fjölskylda í leikinn en þau koma óvænt í heimsókn í hjólhýsinu sínu og má segja að þá hefjist vandræðin fyrir alvöru.
Þessi mynd hefur allt sem grínmyndir þurfa ; leiðinlegu tengdaforeldrarnir eru á sínum stað ásamt snobbuðu nágrönnunum, heimska frændanum, skapstirða yfirmanninum og graða hundinum.
Hér mætast þessi fyrirbæri í einum stórum jólapakka en útkoman verður ekki eins gleðileg og þegar hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna.
Leikurinn er ágætur í þessarri mynd, enda þarf ekki raunsæjan leik til að halda uppi myndinni, aðalmálið er að hann er nógu góður til að maður byrji ekki að kvarta yfir honum. Uppstaða myndarinnar er að sjálfssögðu húmorinn og kemst hann hér einkar vel skila.
Myndin er með þeim fyndnari sem greinarhöfundur hefur séð og skiptir þá engu hvort menn eru fyrir klaufaskap í anda “Dumb and Dumberer” eða hárbeitta kaldhæðni, allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Þessi mynd er án efa aðfangadagsmorgunsmynd.
Þú vaknar á aðfangadag og þessi fer beint í tækið, það er bara rútína sem ætti að vera á hverju heimili. Þegar grautfúl jólamessan byrjar og jólamaturinn er ekki kominn er fátt betra en að sitja í eigin heimi og rifja upp atriði úr myndinni sem ylja manni við hjartaræturnar og kitla hláturtaugarnar meðan mesta eftirvæntingin gengur yfir.
Ef þú hefur ekki séð þessa mynd, gerðu það núna.
Ef þú hefur séð hana, horfðu á hana aftur, hún er algjörlega þess virði.
Einkunn á IMDB : 7.1
Mín einkunn : 9.5
Rökstuðningur ; þú þarft að sjá til að sannfærast, þessi mynd er jafnmikill hluti af jólunum og pakkarnir.