Ég skil nú alveg King; bókin og myndin eiga ekkert nema nafnið sameiginlegt, og svo er bókin líka miklu betri. Gallinn við myndina er sá að hún byrjar með alveg fullt af gáfulegum myndlíkingum og tilraunum til að búa til einhverja mysteríu, en nær aldrei að fullkomna neitt og verður hálfkjánaleg fyrir vikið. Ástæðan fyrir því að fólk veltir fyrir sér endanum í tíma og ótíma er sá að hann meikar ekkert sens og kennir okkur ekki neitt. Ef maður ætlar að ráða í endan þá þarf maður að byrja að oftúlka heilan helling - dæmi:

Tvöföldun er eitthvað sem má sjá greinilega í þessari mynd;
Tvær tvíburastúlkur
Tvær konur sem koma úr baðkerinu
Tvær ritvélar (ein hvít og ein blá)
Tveir persónuleikar Jacks
Tveir persónuleikar Danny
Tvær útgáfur af Grady, ein er Charles Grady (sá sem drap fjölskyldu sína) og hin er Delbert Grady (sá sem hefur alltaf unnið á hótelinu)
Tvær stúlkur sem Ullmann kveður í byrjun myndarinnar
Tveir menn sem Ullmann talar við í byrjun (Jack og Watson)
og margt fleira.

Öll þessi tvöföldun er ekkert annað en speglun (Tony er spegilmyndin af Danny - þetta má sjá þegar Tony skrifar Redrum, en Wendy sér spegilmyndina, Murder.) og ef allt í myndinni er speglað þá hlýtur Jack á myndinni í lokin spegilmyndin af Jack sem er í myndinni (þ.e. spegilmyndin er sú manneskja sem hefur alltaf verið á hótelinu, líkt og Delbert Grady, en hin persónan er “venjulega” útgáfan, líkt og Charles Grady - hótelið tók yfir sál mannanna. Ef þið hafið séð amerísku útgáfuna af myndinni sem er 145 mín í stað evrópsku 116 mín. útgáfunnar þá sjáið þið atriði þar sem Jack segir eitthvað um það að honum finnist hann hafa verið á hótelinu áður…)

En, eins og ég sagði, þetta eru oftúlkanir frá helvíti, engin leið til að staðfesta þær þar sem Kubrick er dauður og ekkert af þessu kemur úr bókinni eftir King.

Það er samt virkilega gaman að spá svona í myndinni (það er MARGT fleira sem hægt er að (of)túlka), en hún er samt meingölluð. Bara ofsalega creepy.