Kvikmyndin Bram Stoker´s Dracula er bara besta vampírumynd sem ég hef séð, ég veit ekki um ykkur en endilega segið mér ykkar skoðun.
Leikstjóri er Francis Ford Coppola.Lengd:130 Mín.
Myndin Skartar þeim Gary Oldman sem Vlad Dracula, Winona Ryder sem Mina/Elisabeta(ástkona Dracula í byrjun myndarinnar), Sir Anthony Hopkins sem Doctor Abraham Van Helsing/Skipstjórann/Ceasare, Keanu Reeves sem Jonathan Harker, Sadie Frost sem Lucy Westenra og Cary Elwes sem Lord Arthur Holmwood(Cary Elwes lék Hróa hött í Robin Hood and men in tights).
Myndin er alger snilld það þarf ekki að segja meir, en til að greinin endi ekki á korknum þá ætla ég aðeins að skrifa.
Dracula er aðalsmaður í Rúmeníu sem gerði samning við djöfullin um að lifa að eilífu, en gallin er sá að hann má ekki borða hvítlauk, má ekki fara í sólbað og má ekki iðka kristna trú, skítt ekki satt.
Dracula kaupir sér hús í London og viti menn fólk byrjar að týna tölunni og Abraham Van Helsing kennir Dracula um þetta og upp frá því byrjar fínn hasar þar sem smá splatter er innifalin og stjórna Gary Oldman og Anthony Hopkins atburðarrásinni með frábærum leik.
Þegar búið er að reka Dracula úr London þá er hann eltur til, já grunaði ekki Gvend, kastala síns í Rúmeníu og hefst þar loka uppgjörið.
Mér fannst myndin svínvirka,hún er vel skrifuð, vel leikin, vel leikstýrt og ekki skemmdi fyrir að það var þó nokkuð um fallegar berbrjósta konur.

****/*****

Og svo ein setning í boði Gary Oldman:“Listen to them sing, children of the night, what beutiful music they make”.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.