Joy Ride Ég ákvað að skreppa á þessa kvikmynd klukkan 3 í dag. Ókeypis auðvitað í boði MK(það eru tyllidagar). Ég hafði ekkert heirt um þessa mynd og bjóst ekki við miklu. En það sem ég fékk var alveg ótrulegt. Myndin er hreint og beint frábær. Hún er ótrulega spennandi og það er varla atriði sem manni getur leiðst.

Hún fjallar um Fuller og bróðir hans. Þeir eru á leiðinni að sækja vinkonu Fullers, Vennu. Á leiðinni fara þeir að tala í CB radio, þegar “rusty nail” fer að tala við þá. Þeir ákveða að leika sér aðeins og kalla sig “Candycain”, einmanna kvennmann. Þegar þeir stoppa á móteli hitta þeir mjög leiðinlegan hrokafullan mann. Þeir segja við “rusty nail” að “candycain” vilji hitta hann í hótelherbergi 17, eða herberginu sem hrokkafulli maðurinn er í. Allavegana þegar þeir vakna daginn eftir er lögreglan mætt á staðinn. Hrokafulli maðurinn er á spítala. Hann er í dái og eitthver reif úr honum kjálkann. Þeir halda áfram sína leið en “rusty nail” er ekki langt undan og hann vill gera smá grín í þeim líka, mjög mikið grín!!!

Allavegana er myndin ein besta thriller mynd sem ég hef séð lengi og ættu flestir að hafa gaman af.

Á morgun verður hægt að fara á Joe Dirt ókeypis í stjörnubíó. Gaman verður að sjá hvort hún verði jafn góð.