Í gær sá ég mynd sem ég á seint eftir að gleyma. Þessi mynd, eða teiknimynd, var engin önnur en Princess Mononoke sem sumir hafa beðið lengi eftir. Eftir vonbrigði eins og Titan AE þá var Princess Mononoke eitthvað til þess að svala teiknimyndaþrá minni. Myndin er japönsk að uppruna og er, það sem Japanar kalla, Anime. Ekki vil ég segja frá söguþráðinum öllum en ég ætla að nefna megin plottið. Myndin fjallar um baráttu manns og dýra. Myndin gerist í miðalda Japan þar sem ungur drengur að nafni Ashitaka býr. Einn dag ræðst dýraguð, sem breyst hefur í djöful, á þorp hans og nær hann að verja það en fórnar sjálfum sér í leiðinni. Hann særist illilega og smitast af eitri sem er í raun hatur dýraguðsins. Fyrst mun það gera hann brjálaðan og svo drepa hann en í staðinn verður hann sterkari. Hann yfirgefur þorp sitt til þess að leita svara gegn bölvun sinni og afhverju dýraguðinn breyttist í djöful.
<br>
<br>
Ég vil ekki segja meira þar sem myndin er meistarastykki frá upphafi til enda. Oft þegar maður horfir á kvikmyndir koma senur sem eru langar og oft leiðinlegar en á þessi var 100% skemmtun og undur frá upphafi til enda. Einnig má geta að sá sem endurskrifaði handritið yfir á ensku er enginn annar en Neil Gaiman, sem skrifaði Sandman teiknimyndablaðaseríuna. Augljóst er að honum hafi virkilega þótt vænt um þessa mynd þar sem hann skrifar þetta mjög vel. Svo eru ekki slæmir leikarar í myndinni heldur:
<br>
<br>
Ashitaka: <b>Billy Crudup</b>
<br>
San (Princess): <b>Claire Danes</b>
<br>
Eboshi: <b>Minnie Driver</b>
<br>
Jigo: <b>Billy Bob Thornton</b>
<br>
Moro the Wolf: <b>Gillian Anderson</b>
<br>
Toki: <b>Jada Pinkett-Smith</b>
<br>
Kohroku: <b>John De Mita</b>
<br>
og frammistaðan hjá liðinu er afskaplega góð.
<br>
<br>
Þetta er ekki Disney mynd og á hún fátt skylt með þeim. Myndin þjáist heldur ekki af bandarísku syndromi þar sem allt er svo sykursætt og allt endar það vel að allir giftast og eignast börn og buru og úti er ævintýri.
Þessi mynd fær án vafa topp einkunn frá mér og má geta að Rogert Ebert gaf henni fjórar stjörnur

<i>Roger Ebert
<br>
“Princess Mononoke” is a great achievement and a wonderful experience, and one of the best films of the year. </i
[------------------------------------]