Airheads,hvílík snilld, ég man það þegar ég sá þessa mynd í gamla daga(1995 til að vera nákvæmur)þá veinaði ég beinlínis úr hlátri.
ég og vinur minn rákumst á þessa mynd á leigunni um daginn og skelltum okkur á hana og þá fyrst fattaði ég hvað það er frábært ,,cast“ í myndinni t.d Brendan Fraser, Steve Bucsemi, Adam Sandler, Chris Farley, David Arquette og Michael Richards. Þetta er hörku cast.
En myndin er snilld eins og ég sagði áðan og þá eru Adam Sandler, Chris Farley og Michael Richards allir í banastuði og þá sérstaklega Adam Sandler t.d atriðið þegar að hannfer út úr útvarpsstöðinni til að tékka hvort löggan ætli að handtaka þá(Þið sem munið eftir þessu atriði eitthvað ættuð að vita hvað ég á við) og svo líka þegar Bucsemi er að kenna Sandler að vera ógnandi við gíslana.
Chris Farley virkar líka mjög vel sem byrjanda lögga í atriðinu á næturklúbbnum þegar hann rífur geirvörtuhringin úr einum af kjötfjöllunum fyrir framan sig og segir ”Improvise".
Þau voru samt fá atriðin sem hann M.Richards var í en þau voru bráðfyndin.

Annars hvet ég alla til að sjá af 88 mín af sínu lífi og sjá þessa mynd.

Ég gef þessari mynd ***/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.