Góð þátttaka var í triviu 35 enda þótti hún sanngjörn og svör dreifðust ágætlega eins og sést hér fyrir neðan. Yfirleitt eru það sömu vitleysingarnir sem ná 10 stigum, ég veit ekki alveg hvað ég þarf að gera til að ná mér niðri á þeim. Ég finn það út, bíðið bara!

1. sigurdurjons, gremor, arnarj, clover, thedoctor, Grettir.
2. kitiboy, Toggi, sigurdurjons, THT3000, Iceberg, Mancio ½, sassa24, arihrannar, Ash3s, selten, gremor, dael, arnarj, VOB, clover, thedoctor, konnibesti, Aggalamansus, neonballroom, sofus.
3. kitiboy, Toggi, sigurdurjons, Iceberg, Mancio, gremor, dael, arnarj, Novalogic, VOB, clover, thedoctor, sofus.
4. THT3000, arihrannar, Ash3s, gremor, dael, arnarj, clover, thedoctor, sofus.
5. kitiboy, Toggi, THT3000, Iceberg, Mancio, arihrannar, gremor, arnarj, VOB, clover, thedoctor, sofus.
6. kitiboy ½, Mancio ½, dael, arnarj, clover, thedoctor, sofus ½.
7. kitiboy, sigurdurjons, Iceberg, Mancio, sassa24, arihrannar, Ash3s, gremor, dael, arnarj, Novalogic, VOB, clover, thedoctor, neonballroom, sofus, Grettir.
8. kitiboy, Toggi, sigurdurjons, THT3000, Iceberg, Mancio, sassa24, arihrannar, Ash3s, gremor, dael, arnarj, Novalogic, VOB, clover, thedoctor, konnibesti, Aggalamansus, neonballroom, sofus, Grettir.
9. kitiboy, sigurdurjons, THT3000, Iceberg, Mancio, Ash3s, gremor, arnarj, Novalogic, VOB, clover, thedoctor, konnibesti, neonballroom, sofus.
10. kitiboy, sigurdurjons, Iceberg, gremor, dael, arnarj, clover, thedoctor, sofus.

arnarj, clover, thedoctor, kursk ++ (++ fyrir að nefna allt sem hægt var að nefna) … 10 stig
gremor … 9 stig
sofus … 8 ½ stig
kitiboy … 7 ½ stig
sigurdurjons, Iceberg, dael … 7 stig
Mancio, VOB … 6 stig
THT3000, arihrannar, Ash3s … 5 stig
Toggi, Novalogic, neonballroom … 4 stig
sassa24, konnibesti, Grettir … 3 stig
Aggalamansus … 2 stig
selten … 1 stig

1. Spurt er um leikkonu. Hún er á sextugsaldri og þriðja kynslóð leikara. Þessi fjölskylda var sú fyrsta í sögu Óskarsverðlauna þar sem þrjár kynslóðir í röð hafa fengið Óskarsverðlaun. Það hefur aðeins einu sinni verið leikið eftir. Leikkonan hefur leikið á móti snillingum eins og Jack Nicholson, Gene Hackman og Clint Eastwood. Faðir hennar leikstýrði henni í mynd frá árinu 1985 og aftur árið 1987 en það var síðasta myndin sem hann kom nálægt því hann lést sama ár. Hvaða leikkona er þetta?

Þetta er Anjelica Huston, dóttir leikarans og leikstjórans John Huston, sem er sonur Walter Huston. Gaman að segja frá því að Walter gamli Huston fékk Óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk árið 1949, í mynd sem sonur hans John Huston leikstýrði og vann einnig Óskarsverðlaun fyrir. Myndin heitir The Treasure of the Sierra Madre og er fræg mynd með Humphrey Bogart í aðalhlutverki. Myndin sem Anjelica Huston lék í undir stjórn föður síns er Prizzi’s Honor (með Jack Nicholson), sem hún vann Óskarsverðlaun fyrir, og The Dead. John Huston var ótrúlegur, flestar myndirnar sem hann skrifaði eða leikstýrði voru annaðhvort tilnefndar til Óskars eða unnu Óskarinn. Ekki slæmur árangur það.

2. Í frægri mynd kemur orðið “REDRUM” fyrir. Í hvaða mynd er það og hvað þýðir þetta orð? (Hálft stig fyrir hvort)

Þetta var ógeðslega auðvelt sem allir gátu, nema einn, ef ég man rétt. Þetta er The Shining og REDRUM er MURDER skrifað afturábak og þýðir morð.

3. Þessir leikarar ( #1 #2 #3 ) hafa allir leikið sömu persónuna, hvaða persóna er það?

Myndirnar eru af Errol Flynn, Kevin Costner og Cary Elwes. Þeir hafa allir leikið Hróa Hött.

4. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i21.photobucket.com/albums/b288/robertfm/girl.jpg

Þetta er úr spennuhrollvekjunni The Descent.

5. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i21.photobucket.com/albums/b288/robertfm/guns.jpg

Þetta er auðvitað snilldin Commando þar sem Arnold fer á kostum í einni fyndnustu one-liner mynd allra tíma.

6. Maður á miðjum aldri, ásamt lærisveini sínum, kemur inn í (A) og þá hafði maður á staðnum nýlega framið sjálfsmorð, að því var talið. Maðurinn telur að það sé rangt og segir að hann hafi verið myrtur. Fljótlega eftir komu hans í (A) finnst annar maður myrtur. Maðurinn rannsakar málið ásamt lærisveini sínum og kemst fljótlega að því að menn innan (A) eigi sér leyndarmál sem þeir myrtu hafi verið að skoða. Ekki er allt sem sýnist á þessum stað. Leyndarmálið er (B) og byrjar maðurinn að leita að þessum hlut. Það reynist erfitt en eftir mikla rannsóknarvinnu finnst (B). Í millitíðinni kemur dómari og dæmir tvo menn fyrir morðin og brennir þá á báli. Stuttu seinna upplýsir maðurinn hvernig morðin áttu sér stað og hver er ábyrgur. Hvaða orð eiga að koma í stað A og B? (Hálft stig fyrir hvort orð)

Þetta er úr myndinni Der Name der Rose og orðin eru A: klaustur og B: bók. Þetta er fínasta mynd sem ég mæli með.

7. Orðarugl. Raðaðu saman þessum stöfum og þá kemur rétt heiti myndarinnar út: EVERABRATH

Braveheart er myndin, þessi var auðveld.

8. Úr hvaða mynd er þetta póster? http://i21.photobucket.com/albums/b288/robertfm/poster1.jpg

Mystic River.

9. Ártal. Draugamynd verður óvæntasta mynd ársins, Kevin Spacey á í hjónabandserfiðleikum og regla númer 1 er að það er bannað að tala um slagsmálaklúbbinn. Hvaða ár er þetta?

Árið er 1999, myndirnar eru Sixth Sense, American Beauty og Fight Club.

10. Spurt er um leikstjóra. Hann er evrópskur og ágætlega þekktur í hasarmyndabransanum. Hann hefur gert nokkrar ágætar hasarmyndir þar sem hann hefur fengið að leika sér mikið með sprengjur og áhættuleikara. Hann kynntist fyrrverandi konu sinni árið 1994 sem er leikkona en þau skildu árið 1998. Hann leikstýrði henni tvisvar, árið 1995 og 1996. Önnur myndin fjallaði um kvenkynssjóræningja og hún floppaði allsvakalega. Hvaða mistæki leikstjóri er þetta?

Þetta er finnski leikstjórinn Renny Harlin sem á misgóðar spennumyndir að baki á borð við Die Hard 2, Cliffhanger, Cutthroat Island (sem floppaði svona hrikalega), The Long Kiss Goodnight og Deep Blue Sea. Hann var eitt sinn kvæntur Geenu Davis.

Þá er þetta komið, rfm þakkar fyrir sig og vonast til að þátttaka í triviu 36 verði góð.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.