Jólaþema í desember Sælir kvikmyndaáhugamenn.

Nú þegar það eru aðeins 22 dagar til jóla og fyrsti í aðventu á morgun, þá er ekki seinna vænna en að fara að huga að jólunum og koma sér í rétta jólaskapið.

Við stjórnendurnir á kvikmyndaáhugamálinu ætlum að stofna til jólaátaks á áhugamálinu og vonumst til að notendur taki rækilega við sér svo það skapist skemmtileg jólastemning. Við hvetjum notendur til að senda inn grein um uppáhalds jólamyndina sína eða hvaða mynd þeim finnst vera skylda til að skella í tækið á aðfangadagskvöld. Að sjálfsögðu biðjum við notendur um að vera með opið hugarfar, þið gætuð alveg eins sent inn grein hver hefur verið leikið besta jólasveininn eða eitthvað slíkt. Ekkert er algilt, því fjölbreyttara - því betra. Einnig biðjum við notendur um að senda eingöngu inn jólamyndir, þó að annars konar myndir verði auðvitað samþykktar.

Þá er bara að taka sig á og skella inn allavega einni grein sem kemur mér og öðrum í jólaskap.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.