Hackers 2: Takedown er sjálfstætt frammhald af fyrrirena sínum Hackers sem skartaði Angelina Joline og fleyri í aðalhlutverkum. —Hackers 2 fjallar um hinn heimsfræga Hackara Kevin Mitnick en ekkert fyritæki gat verið óhullt með nýjastu öryggis kerfin ef Mitnick var laus. Í myndinni brýst Mitnick í tölvu öryggis sérfræðing ríkisins og nær í ýmis gögn og þar á meðal stórhættulegan vírus sem öryggis sérfræðingurinn hefur hannað en ástæðan fyrir að hann skapaði vírusinn er til þess að vera einu skrefi á undan Hackerum svo hann geti séð fyrir næsta skrefi þeirra. Öryggis sérfræðingurinn er ekkert par ánægður með að Mitnick hafi komist yfir þessi hættulegu gögn og áður en Mitnick veit af þá er öll alríkis lögreglan á eftir honum—.
Hackers 2: Takedown er að mínu mati betri en Hackers 1.
Ég get nefnt ýmsar ástæður vel má nefna að þá eru Hackerarnir með um það bil 300+ slög á mínútu í Hackers 2 á meðan þeir voru ekki með meir en 100 slög á mínútu í fyrstu myndinni. Ég veit ekki hvort þetta skiptir ykkur miklu máli en þetta fór verulega í taugarnar á mér í Hackers 1. Annað dæmi er að Hackerarnir eru ekki fljúgandi í gegnum sýndarheim leitandi að upplýsíngum í annara manna tölvum og að lokum í Hackers 2 er Kevin Mitnick ekki á línuskautum og lögreglan eltandi hann á hjólabretti. Þetta eru nokkrir puntkar í samanburði Hackers 1 og Hackers 2 en það þýðir ekki að Hackers 2 sé gallalaus. Myndin á sér einhverjar sannar hliðar í lífi Mitnicks og sumt er tilbúningur, hvað það er hef ég ekki græna hugmynd um en það lítur út fyrir það að leikstjórinn Joe Chappelle hafi fengið stutta frásögn hjá Mitnick um þetta vissa tímabil í lífi hans sem fjallað er um (bara ágiskun). Fer ekki betur en svo að hann reynir að púsla þessu öllu saman eftir frásögnum Mitnicks í myndina á sem besta hátt og þegar það kemur að þvi að sýna áhorfendum þetta púsluspil þá gerist þaðoftar en einu sinni að maður veit nákvæmlega ekkert hvað sé að ske.
Einnig koma atriði sem eru út úr samhengi eða eins og ég kýs að kalla það “out of context” en þau eru flest afsakanleg. Hackers 2: Takedown var mynd sem kom strax á leigur úti þannig að ef maður á að dæma hana út frá því þá finnst mér hún hafa heppnast nokkuð vel. Ég veit ekki hvort það sé hægt að nálgast Hackers 2: Takedown hérlendis en ef það verður hægt bráðlega mæli ég með að fólk kíki á hana við tækifæri.