Scarface Scarface er mörgum mönnum eftirminnileg. Reyndar er hún virkilega eftirminnileg.
Al Pachino er hér í sínu eftirminnilegasta hlutverki, váááá sem kúbverski eiturlyfjabaróninn TONY MONTANA. Túlkun hans á MONTANA er hreint útsagt MÖGNUÐ!!!!!
SCARFACE er cult klassik, algjör snilld.
Hún fjallar um kúbverskan flóttamann sem lendir í steininum, kemst síðan út fyrir að drepa einhvern dúd. Síðan kemst hann upp og upp valdastigann og á endanum er hann orðinn big time gangster. Blótsyrði, ofbeldi, kókaín og brjálaður PACHINO passar best sem lýsingin á Scarface. Leikstjóri myndarinnar er sjálfur Brian De Palma og handritið er skrifað af engum öðrum en Oliver Stone og er handritið að mínu mati brilljant!
Í helstu aðalhlutverkum eru meðal annars Al Pachino, Michelle Pfeiffer ( muniði eftir Batman Returns, mjáá, kvæs, agghh ) og hann Robert Loggia. Þessi mynd er öflug, það er enginn vafi á því, ég meina maður hoppar af hræðslu við PACHINO á köflum, hann segir f-orðið að minnsta kosti 300 sinnum í myndinni. Tónlistin í myndinni gefur henni ákveðinn fílíng ( þó þessi tónlist sé svona frekar lame 80s kjaftæði ). Endirinn var allsvakalegur ( langeftirminnilegasta atriði myndarinnar og að mínu mati eitt af eftirminnilegustu atriðum kvikmyndasögunnar ) og síðan var atriðið með keðjusöguna algjör snilld.

Say hello to my little friend
Orðaforðinn í Scarface minna mig stundum á grófa vélsöguklámmynd.

Scarface er algjör snilld!