Dead Alive #03 Dead Alive (Braindead)

Leikstjórar: Peter Jackson
Handrit: Stephen Sinclair
Tegund: Grín/Splatter
Lengd: 104 mín.
Framleiðsluár: 1992
Land: Nýja Sjáland

Leikararnir:
Timothy Balme …. Lionel Cosgrove
Diana Peñalver …. Paquita Maria Sanchez
Elizabeth Moody …. Mum (Vera Cosgrove)
Ian Watkin …. Uncle Les

Í eftirfarandi grein koma fram mikilvæg atriði úr kvikmyndinni.

SBS:

Lionel Cosgrove: They're not dead exactly, they're just… sort of rotting.

Það hafa verið gerðar margar lélegar kvikmyndir. Þá sérstaklega hryllingsmyndir. En það sem Dead Alive hefur að bjóða er akurat það, hún er svo léleg að hún er, ja meistaraverk. Hún er hryllilega ofleikin, leikstýrð eins og leikstjórinn hafi ekki getað staðið uppi, handritið hallærislegt og allra lélegasta tónlist sem ég hef heirt. Ég tel að gæði eru eins og hringur en ekki lína. Ef að kvikmyndin nær að verða nógu léleg þá er hún orðin góð. Þetta á akurat við um Dead Alive. Maður getur horft á hana aftur og aftur og hún er alltaf jafn skemtileg. Ég veit að þetta er það sem Peter Jackson var að gera. Hann er ekki lélegur leikstjóri og hann hefur sýnt það marg oft.

Kvikmyndin fjallar um Lionel Cosgrove. Hann býr með móður sinni sem er allt annað en skemtileg manneskja. Hún þrælar honum út við ýmis störf og þegar hann snýr sér annað þá lætur hún hann fá samviskubit. Þegar hann kynnist Paquitu verður þau ástfanginn og allt það. Þau fara í dýragarðinn og sjá þar hinn allræmda rottuapa. Það sem þau vita ekki er að mamman elti þau og er svo bitinn af apanum. Eftir það fara skrítnir hlutir að gerast. Mamman fer að breytast í eitthvað. Eitthvað sem bítur aðra og þá fara þau að vera eins og hún. Það er lítið annað hægt að segja um söguþráðinn. En margt skemtilegt kemur fyrir í myndinni, ninja prestur, skrímsla barn, rottuapi, sláttuvél og fleira.

Paquita Maria Sanchez: Your mother ate my dog!
Lionel Cosgrove: Not all of it.

Allavegana er þetta frábær kvikmynd, hún fékk góða gagnrýni hjá flestum gangrýnendum og allir hafa gaman af henni. Nema nátturulega þeir sem eru viðkvæmir. En allavegana vel þess virði að horfa á.

Father McGruder: I kick arse for the lord!