Höfundur var um daginn í háskólabíó á leið á mynd sem hann man ekki lengur hver var (enda ekki mikið af eftirminnilegum myndum í í bíóunum í dag). Á leiðinni inní salinn rak hann augun í stórt auglýsingaveggspjald sem á stóð “Brotherhood of the Wolf”. Með titlinum var drungaleg mynd af tveimur dulinklæddum mönnum. Þessi mynd vakti strax áhuga höfundar svo hann ákvað að tékka betur á málinu…

Leikstjóri Brotherhood of the Wolf heitir Cristophe Gans, og þarf ég varla að gá betur að hvort hann er franskur, því Brotherhood er á frönsku. Cristophe Gans hefur áður leikstýrt tveimur myndum, Crying Freeman og Necronomicon. Grunaði mig að Crying Freeman væri til á minni kæru hverfismyndbandaleigu, svo ég fór og leigði hana.

Ég get eiginlega ekki sagt að myndin hafi komið mér á óvart, en hún var alls ekki slæm. Myndin byrjar á atriði þar sem nokkrir menn koma hlaupandi útúr skógþykkni og heygja nettan skotbardaga í leiðinni. Þetta atriði er mjög flott og er nokkrum frumlegum sjónarhornum beitt. Kvikmyndatakan heldur áfram að vera stílhrein og vel gerð út myndina, og þykist maður skynja áhrif teiknimyndasögu-frásagnarinnar, en þessi mynd er byggð á samnefndri teiknimyndasögu.
Tónlistin í Crying Freeman er líka nokkuð kúl og ekki má gleyma nokkrum velútfærðum bardagaatriðum, sem, þó standardinn fyrir bardaga í kvikmyndum í dag hafi hækkað til himins með tilkomu Matrix og fleiri mynda, kitla einstaka taugar inní manni.

Eftir að hafa horft á Crying Freeman og dæmt útfrá hvað hún er góð held ég að við megum eiga von á góðu með Brotherhood of the Wolf. En við verðum bara að bíða og sjá…
ég er bara ég. þú ert bara þú. hver er orginal?