Training Day Training Day fjallar um rookie lögguna Jake Hoyt ( Ethan Hawk ) sem hefur verið fluttur til og þarf að sanna sig. Alonzo Harris ( Denzel Washington ) er spillt ( verulega spillt, svona hardcore spillt ) lögga sem á að sjá um Hoyt. Allavega veit ég ekki mikið um söguþráðinn í myndinni annan en þennan ( leiðréttið söguþráðinn ef einhvað er að ), myndin fór beint í fyrsta sæti í bandaríkjunum um helgina en hún átti víst að vera frumsýnd fyrir tveimur vikum en var frestað í kjölfar hryðjuverkanna í NY og DC. Myndin hefur verið að fá mjög góða dóma bæði gagnrýnenda og allmennings og það má einnig nefna að hann Denzel Washington hefur verið bendlaður við óskarsverðlaun af gagnrýnendum fyrir leik sinn. Leikstjóri Training Day heitir Antoine Fuqua sem hefur að svo ég haldi áður aðeins leikstýrt tónlistarmyndböndum en þó á hann að baki tvær myndir, The Replacement Killers og Bait. Ég hef séð The Replacement Killers og mér finnst hún vera ágæt, ekkert spes en ég hef þó ekki séð Bait sem er sögð vera mjög léleg ( hún kom á myndbandi á klakanum snemma í okt. ) en Training Day er sögð vera mikil ja reyndar ótrúlega mikil framför hjá Fuqua. Denzel kom fyrir nokkru í spjallþáttinum vinsæla Jay Leno( hann er sýndur á skjá 1 fyrir þá sem ekki vita ) og þar talaði hann einmitt um myndina og sagði að hann og aðrir aðstandendur myndarinnar hefðu talað við fullt af gengismeðlimum í LA ( kannast einhver við Bloods og Crips eða einhvað álíka ), sem hjálpuðu þeim við gerð myndarinnar og ég held að einhverjir hafi verið í atriðum sem gerðust í da ghetto.
Myndin er sögð vera mjög góð og mjög með mjög gritty realism í henni og eins og áður hefur verið nefnt er leikurinn hjá Washington frábær. Mynd sem ég ber miklar vonir til.


PS. Veit einhver hvenær myndin kemur til landsins???