Börn BESTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ!!!

Ég var að koma heim af myndinni Börn sem búið er að sýna í þónokkurn tíma núna. Myndin var sýnd í 4. sal Háskólabíós og því var frekar kósí stemmning í salnum. Ekki spillti fyrir að ég fór einn á sýninguna, ég hef aldrei farið einn í bíó og það var bara frekar þæginlegt, engir óþroskaðir og menningarsnauðir vinir sem þola ekki myndir sem eru ekki framleiddar í Hollywood! Þar sem trailerinn að myndinni var afskaplega óspennandi gekk ég inn í salinn með engar væntingar. Jújú, maður vissi nú að “Vesturport” væri ákveðinn gæðastimpill en hver leyfir sér að gera sér væntingar til íslenskra kvikmynda nú til dags?

Börn fjallar um hversdagslíf nokkurra einstaklinga og segir í raun þrjár sögur sem tengjast lauslega. Ég ætla ekki að skrifa meira um söguþráðinn sjálfan, enda skrifa ég þessa grein einungis til þess að gagnrýna myndina…

Hún er öll svarthvít. Ég var svolítinn tíma að venjast því en eftir því sem á leið passaði þetta litleysi bara mjög vel inn í myndina! Hún er líka einstaklega vel gerð á allan hátt. Lýsing, hljóð, tónlist, handrit og síðast en ekki síst leikur eru óaðfinnanleg! Tónlistin var ótrúlega flott og passaði mjög vel inn í og sérstaklega var kreditlista-lagið flott (veit einhver hvað það heitir?).
Leikurinn í myndinni var líka fullkominn eins og áður kom fram. Ungur strákur (kannski 12-13 ára) fer með burðarhlutverk í myndinni og stendur sig með þvílíkri prýði! Ekki er Ólafur Darri verri en hann fer á kostum sem öryrkinn Marinó. Ég man ekki eftir einum stað í myndinni þar sem ég trúði ekki leikurunum og það er meira en ég get sagt um t.d. Mýrina…

Ótrúlega áhrifamikið og einstaklega vel gert meistarastykki!

*****/*****

-gvendurf