Skemmtilegar staðreyndir um Scream *SPOILERS*
Scream

Röddin í símanum var leikin af Roger Jackson og var hann aldrei nálægt leikurunum í senunum. Hann var oftast bara einhvers staðar á svæðinu með farsíma.

David Arquette (Dewey) og Courtney Cox (Gale) byrjuðu saman við gerð Scream 1 og giftu sig rétt áður en Scream 3 kom út

Dewey átti að deyja í myndinni og var lát hans tekið upp og notað í myndina, leikstjórinn Wes Craven var samt ekki viss með það og lét taka upp atriði þar sem Dewey er færður burtu á sjúkrabörum ef hann skyldi skipta um skoðun. Kraven ákvað svo að nota það og lifði Dewey af myndina.

Matthew Lillard (Stu) spann mikið við gerð myndarinnar t.d. línunrnar “Houston we have a problem here”, “You hit me with the phone dick” (spann þetta þegar Skeet Ulrich (Billy) henti símanum óvart í hann) og einnig “I always had a thing for you Sid ” Neve Cambell (Sid) truflaðist ekki við og svaraði strax “In your dreams”

Þegar Sid er að tala við Stu og Billy í gegnum símann kastar Billy símanum í Stu, þetta var óviljaverk því að síminn átti að skella í borðið Lillard lét það ekki slá sig útaf laginu og svaraði fyrir sig með fyrrgreindum orðum.

Við tökur á myndinni fattaði Rose McGowan ( Tatum) að hún kemst í gegnum kattarlúgu ( Þó svo að persónan hennar geti það ekki í myndinni)

Himbry skólastjóri átti að lifa myndina af en einn handritshöfundanna fattaði að það voru heilar 30 síður þar sem enginn dó, Kevin Williamson skapari Scream bætti þá inní handritið dauða Himbry.

Ghostface átti að vera alltaf leikinn af áhættuleikara en ekki af Skeet Ulrich eða Matthew Lillard. Skeet bað samt um að fá að vera í búningnum í einu atriði og varð atriðið þar sem ghostface læðist aftan að Randy fyrir valinu. Lillard fékk aldrei að vera í búningnum jafnvel þó að Stu eigi að vera í búningum í nokkrum senum.

Myndin setti eitt stórt hræðsluferli á stað og þrefaldaðist sala á númerabirtum eftir að myndin kom út.

Samkvæmt reglum frá Randy þá í hryllingsmyndum
1. Lifirðu ekki af ef þú stundar kynlíf
2. Lifirðu ekki af ef þú drekkur eða notar eiturlyf
3. Lifirðu ekki af ef þú segir “Ég kem fljótlega aftur” þegar þú yfirgefur herbergi
4. Eru allir grunaðir
og reglum frá Billy
5.Lifirðu ekki af ef þú spyrð “Hver er þetta” þegar er bankað
6.Lifirðu ekki af ef þú ferð að athuga undarlegt hljóð

Skrítni húsvörðurinn Fred er leikinn af leikstjóra myndarinnar Wes Craven

Þegar Sid stingur Billy með regnhlífinni er Skeet Ulrich með púða undir bolnum sem stungan á að koma í en áhættuleikarinn hitti ekki púðann og stakk hann í alvörunni, Craven hafði það í myndinni vegna þess að viðbrögð Billy gerast ekki raunverulegri en þessi. Skeet þjáðist ekki mikið stungunni.

Wes Craven sagði Drew Barrymore (Casey) hryllingssögur allann tímann sem ekki var verið að taka upp (við tökur á upphafsatriðinu) svo að hún væri alltaf hrædd í senunum

Scream 2

Matthew Lillard og Rose McGowan sem dóu í Scream 1 eru með örhlutverk í þessari mynd Rose er einn af áhorfendunum á Stab myndinni og Lillard sést í bakgrunninum í öðru partíinu (Fann hann ekki þannig að ég veit ekki í hvoru)

Eins og í fyrri myndinni talaði Roger Jackson fyrir röddina í símanum og eins og áður var hann ekki á svæðinu til að það væri drungalegra fyrir leikarana, það tókst með Heather Graham (Casey í Stab) sem var skíthrædd við röddina í símanum en það virkaði ekki á Sarah Michelle Gellar (Cici) á milli taka hringdi hún í númerið hans Roger og spjallaði við hann.

MTV var með litla keppnin þar sem verðlaunin voru lítið hlutverk í Scream 2 sigurvegarinn var Paulette Patterson sem réttir Maureen og Phil búningana þeirra þegar þau ganga inní bíóið.

Í dauðsatriði Cici má sjá einn af tökumönnunum eða sviðsmönnunum lendi inní mynd. Nákvæm tímasetning er þegar Mickey er að henda Cici yfir svalarhandriðið

Randy bætir við 3 reglum um að í framhaldshryllingsmyndum
1. Deyja fleiri en í fyrri myndinni
2. Dauðsföllin eru ógeðslegri, meira blóð.
3. Aldrei halda að morðinginn sé dauður (kemur fram í trailernum)

Prufuatriðið fyrir pesónuna Derek var alltaf atriðið þar Derek syngur “I think I love you”

Leikararnir vissu ekki hver var morðinginn var fyrr en á síðasta tökudag þegar þau fengu síðustu 10 síðurnar í handritinu.

Selma Blair fékk lítið hlutverk í myndinni sem stelpan sem talar við Cici í síma rétt áður en hún deyr

Alfrægt var þegar fölsuðum nektarmyndum af Courtney Cox var dreift um netið, Cox gerir grín að þessu í þessari mynd þar sem Gale Weathers glímir við sama vanda.

Í Scream 1 er Sid spurð hver hún heldur að myndi leika hana í myndinni og svarar Sid að “það gæti orðið dáldið Spelling”. Í Stab myndinni inní Scream 2 leikur Tori Spelling Sid.

Skaparinn Kevin Williamson skrifaði oft ekki sviðslýsingar í handritið heldur skrifaði bara “Wes gerir það ógnvekjandi”

Scream 3

Húsið hans Miltons er sama húsið sem er skólinn í Halloween H20: 20 Years Late.

Í myndinni eru leikararnir í Stab 3 kvartandi yfir að handritið væri alltaf að breytast, þetta er vísun í Scream 3 því að leikararnir voru í alvörunni að kvarta yfir handritsbreytingum

Jay og Silent Bob birtast örstutt í myndinni sem gestir í kvikmyndaverinu, fyrir aftan þá má sjá Wes Craven leikstjóra myndarinnar

Reglurnar frá Randy segja til að í lokaþætti þríleiks þá
1.Er morðinginn ofurmenni
2. getur hver sem er einnig aðalpersónan getur dáið
3. mun fortíðin koma upp í nýrri mynd

Wes Craven lét taka upp þrjá enda og sagði leikurunum ekki hvaða enda hann ætlaði að nota

Það deyja jafnmargir í Scream 2 og 3 (10)

Það var ekki fyrr en eftir að Emily Mortimer (Angelica) var ráðin að framleiðendurnir uppgvötuðu að hún vinnur í Bretlandi, henni var flogið til Kanada til að hún gæti unnið.

Patrick Dempsey (Kincaid) var ráðinn degi áður en tökur hófust hann hafði eina nótt til læra þrjár langar senur

Liev Schreiber bað sérstaklega um að fá að fara úr þykka jakkanum sínum í dauðaatriðinu sínu, ástæðan var sú að hann var búinn æfa sig mjög mikið og var talsvert massaðari en hann var við tökur Scream 2 og vildi hann sýna það.

Sid sést ganga með gríska stafina um hálsinn sem Derek kærastinn hennar úr Scream 2 gaf henni skömmu áður en hann dó.

Randy átti að hafa lifað af stungusárin sem hann fékk í Scream 2 og átti að hafa verið stolið af spítalanum af fjölskyldu sinni og hjúkrað til fulls bata. Framleiðendunum fannst það full mikið og höfnuðu hugmyndinni.

Fyrsta mynd Scott Foley(Roman) (Self Storage kom út sama ár)

Angelica átti að vera morðinginn sem kærasta Roman og fyrrv. bekkjarfélagi Sid.En framleiðendurnir fannst hún of saklaus.
Scream 1,2 og 3

Oft þurfti að stoppa Kevin Williams því að sumar senurnar eða persónurnar voru orðnar full skrítnar t.d. Endurlífgun Randy (ætluð fyrir Scream 3)

Wez Craven birtist í öllum myndunum

David Arquette, Courtney Cox, Jamie Kennedy, Liev Schreiber og Neve Campbell eru einu leikararnir sem eru í öllum þrem myndunum

Fjöldi dauðsfalla eru Scream 1(7), 2 (10) og 3 (10)

Heimildir: www.imdb.com

Ef áhuga er fyrir fleiri “Skemmtilegar staðreyndir um ….” greinum endilega látið mig vita.