Gagnrýni- Mýrin Mýrin
————————————————–

Ingvar Eggert Sigurðsson …. Erlendur
Ágústa Eva Erlendsdóttir …. Eva Lind
Björn Hlynur Haraldsson …. Sigurður Óli
Ólafía Hrönn Jónsdóttir …. Elínborg
Atli Rafn Sigurðsson …. Örn
Þorsteinn Gunnarsson …. Holberg
Þórunn Magnea Magnúsdóttir …. Elín
Elma Lisa Gunnarsdottir …. Gunnur
Theódór Júlíusson …. Elliði
————————————————

BALTASAR KORMÁKUR sem er leikstjóri Mýrarinnar útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1990 og hefur starfað við Þjóðleikhúsið og unnið í myndabransanum síðan, ýmist sem leikari eða Leikstjóri. Hann hefur unnið mikið bæði við leik og við leikstjórn í Þjóðleikhúsinu t.d Rómeó í Rómeó og Júlía, Rogozhin í Fávitanum og Brick í Kéttinum á heitu blikkþaki. Hann hefur leikstýrt mörgum leikritum í Þjóðleikhúsinu líka og þar á meðal Hamlet, Rent og Pétur Gautur (sem ver verið að sýna núna).Hann hefur einnig leikið aðalhlutverk í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Agnesi, Djöflaeyjunni, Englum alheimsins og Regínu. Baltasar setti upp Hárið í Reykjavík og Barcelona, Rocky Horror, Skara skrípó, Áfram Latibær og Bugsy Malone í Loftkastalanum og Hamlet í Óðinsvéum. Hann hefur komið að gerð fjölda kvikmynda og má þar nefna Dís, Stormviðri, Me and Morrison, Monster, A little trip to heven og Mýrin auk þess sem hann leikstýrði og skrifaði handrit kvikmyndanna 101 Reykjavík, sem byggir á skáldsögu Hallgríms Helgasonar og Hafsins, sem byggir á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar. Hann skrifaði líka leikhandrit fyrir Mýrina sem er byggð á skáldsögu eftir Arnald Indriðason. Baltasar rekur í samvinnu við Lilju Pálmadóttur, framleiðslufyrirtækið Sögn ehf/Blueeyes Productions en það hefur framleitt sviðsverk, kvikmyndir og sjónvarpsefni.

————————————————–


Ég fór á frumsýninguna myndarinnar í dag(fimmtudaginn(19.10)). Ég er skildur Baltasari, og þers vegna fékk ég boðsmiða. Þegar við komum var allt troðið af fólki…u.þ.b 2.000 manns, öll saman komin í Smárabíó til að verða vitni að þessari mynd. Myndin var sýnd í öllum sölum. Við funum okkur gott sæti og nutum frýja poppsins og cokesins. Þegar myndin byrjar er hún mjög flott og hún heldur manni svakalega frá fyrstu mínútunni. Myndin fjallar um morð á öldruðum manni, ekki er vitað hver morðinginn er og það er verk Erlendar(Ingvar Sigurðsson), Sigurðar Óla(Björn Hlinur) og Elínborgar(Ólafía Hrönn). Myndin hefur mikinn og góðan sögu þráð sem er náttúrulega víst þar sem myndin er eftir einn af okkar fremsta rithöfund. Það var ótrúlega góð upptaka á myndinni, tónlistin var frammúrskarandi, ljósið í henni var frábært(var ekki nógu ánægður með ljósið í A little trip to heven) og leikurinn var ótrúlega góður. Þessi mynd er kannski svo lítil blanda af morðþáttum í sjónvarpinu núna og íslenskum bíómyndum þar sem hún var frekar dramatísk og mikill þungi í myndinni.

————————————————-
Ég mæli með því að þig drífið ykkur á hana og njótið eðal Íslenskri mynd. Ég gef henni 4 og hálfa af 5 mögulegum.
————————————————-

Heimildir

www.imdb.com
Ég sjálfur
(það er ekki komin mynd af bíómyndinni á netið :/ )
———–
J.T
———–