Þeir sem tóku þátt:

thedoctor - 8
ikea - 6
arnarj - 10
kitiboy - 9
babbo - 8
Ruxpin - 9
killy - 7 1/2
Zailex - 8
girlygirl - 6
toggeh - 4
kursk - 7
triggz - 7
sofus - 9
clover - 9

Dreyfing svara:

1. thedoctor, arnarj, babbo, Ruxpin, zailex, kursk, triggz, sofus, clover.
2. thedoctor, arnarj, kitiboy, Ruxpin, killy, girlygirl.
3. Allir.
4. thedoctor, arnarj, kitiboy, babbo, Ruxpin, killy, Toggeh, kursk, triggz, sofus, clover.
5. ikea, arnarj, kitiboy, babbo, Ruxpin, killy, zailex, girlygirl, Toggeh, kursk, triggz, sofus, clover.
6. thedoctor, arnarj, kitiboy, babbo, killy, zailex, girlygirl, sofus, clover.
7. Allir, nema killy með 1/2
8. ikea, arnarj, kitiboy, babbo, Ruxpin, killy, zailex, girlyirl, kursk, clover.
9. thedoctor, ikea, arnarj, babbo, Ruxpin, killy, kursk, triggz, sofus, clover.
10. thedoctor, ikea, arnarj, Kityboy, Ruxpin, zailex, clover.

1.Leikstjóri einn er máske ekki þekktasta nafnið í bransanum en hefur samt sem áður gefið frá sér nokkrar sómasamlegar myndir, þar á meðal mikla ævintýramynd og mynd um rithöfund sem kemst í hann krappann. Eina svakalegustu úrteið síðari ára fékk þó ein kvikmynd hans hjá übergagnrýnandanum Roger Ebert þar sem hann notar orðið “hate” um tíu sinnum. Hans nýjasta mynd skartaði Jennifer Aniston í aðalhlutverki. Hver er þessi leikstjóri?

Maðurinn sem við leitum af er Rob Reiner. Ævintíramyndin er Princes bride, Misery er myndin um rithöfundin og North er myndin sem Roger Ebert Hatar meira en allt.

2. Leikarinn William Shatner er góðkunnur landsmönnum, upp á síðkastið fyrir að leika furðufuglinn Denny Crane. Í mynd einni er samtal milli tveggja manna og þar segist einn af þeim vilja slást við Shatner kallinn. Í hvaða mynd var þetta samtal?

Það eru þeir Edward Norton og Brad Pitt í myndinni Fight Club sem eiga þetta skemmtilega samtal.

3. Ofurstjarnan Oprah Winfrey hefur leikið í nokkrum kvikmyndum og uppskar jafnvel eina tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir aukahlutverk. Fyrir leik í hvaða mynd var það?

Þarna er á ferðinni myndin The Color Purple sem Steven nokkur Spielberg leikstýrði.

4. Heimsfrægur listamaður gerði nokkrar sérkennilegar “kvikmyndir” ef svo má að orði komast. Ein þeirra sýnir Empire State bygginguna í fleiri klukkustundir og aðra sem að sýnir mann sofa næturlangt. Umræddur maður er einn afkastamesti listamaður allra tíma. Hver er þetta?

Það er hin sérkennilegi listamaður Andy Warhol.

5. Eftir að hafa gert hágæðamynd um ungan pilt og hans líf í Brasilíu var næsta verkefni leikstjóra að gera mynd þar sem Ralph Fiennes stendur í ströngu eftir að konan hans var myrt. Hvað heita þessar myndir?

Þetta eru stórmyndinar The City Of God (Cidade de Deus) og The Constant Gardener.

6. Klassískt verk frá því um 1600 eftir enskt skáld var fært yfir á hvíta tjaldið á tíunda áratugnum. Myndin gerðist í nútímanum en upprunalegi talsmátinn var látinn standa sem gerði myndina mjög sérstaka. Hvaða heitir myndin?

Þetta er myndin um Rómeó og Júlíu eftir William Shakespear, sem að Leonardo DiCaprío og Claire Danes léku eftirminnilega í.

7. Hvað á fjórða myndin í Die Hard flokknum að heita?

Hún mun heita því skemmtilega nafni Live free or Die hard.

8. Úr hvaða mynd er Þetta skjáskot?

Þetta er úr Election þeirri ágætu mynd þar sem Matthew Broderick og Reese Witherspoon fara með aðal hlutverkin.

9. Úr hvaða mynd er Þetta skjáskot?


Þetta skjáskot er úr æðislegri mynd sem heitir Rush hour II.

10. Úr hvaða mynd er
Þetta
skjáskot?


Þetta er úr myndinni Safety last.

Og Eitt að lokum, munið að merkja svörin ykkar við triviunum með númerum! það auðveldar okkur vinnuna og líkurnar verða minni að við hlaupum óvart yfir ykkur.

kv. Liverpool