The Pledge Hefur einhver séð þessa mynd, hún stoppaði víst stutt í bíóum í bandaríkjunum fyrir mjög mjög mjög löngum tíma( ég held í janúar ) og hefur hægt og rólega verið að breyðast út. Í aðalhlutverkum eru Jack Nicholson og Benicio Del Toro, gæðaleikarar þar á ferðinni, einnig koma fram hinn slitni Mickey Rourke, Robin Wright Penn og Vanessa Redgrave.Hann Sean Penn leikstýrir víst myndinni en áður hefur hann leikstýrt The Indian Runner og The Crossing Guard sem einnig skartaði honum Jack Nicholson í aðalhlutverki. Hún fjallar um lögreglumanninn Jerry Black( Jack Nicholson ) sem er að fara á eftirlaun, en getur ekki hægt að hugsa um síðasta mál sitt sem snerist um nauðgun á 8 ára stelpu. Hann fær víst málið algjörlega á heilann og verður bara að fá botn í málinu. Myndin hefur verið að fá mjög góða dóma og henni hefur verið lýst sem óþægilegum og hrottafengnum þriller. Ég bara vona að þessi mynd rati hingað til landsins í bíó því að ja Get Carter ( trúið mér mig langar EKKI til að sjá hana, ég nota hana bara sem dæmi því að hún kom í bíó í bandaríkjunum fyrir óralöngu alveg eins og The Pledge ) með honum Sly Stallone átti að koma 28 sept en hún kom ekki þannig að hún endar alveg pottþétt á spólu hér á landi.