Myndin Silence of the lambs er án efa mesta snilldar verk mannkynssögunar, að mínu mati. Ég leigði þessa mynd eitt sinn sem var í fjórða sinn sem ég sé þessa snilld og ég skemmti mér konunglega, Anthony Hopkins fer alveg á kostum og á alla myndina með frábærum leik og ótrúlegum senum , t.d þegar hann dirkar upp lásinn handjárnar annan öryggis vörðin, bítur kinnina af hinum og spreyar svo í sárið, snýr sér svo að hinum öryggisverðinum og lemur hann rólega til bana með eigin kylfu, þvílík snilld, og þegar að hann sleppur með því að skera andlitið af verðinum og láta skutla sér burt í sjúkrabíl. Jodie Foster stóð sig líka glimrandi vel sem Clarice Starling og verðskuldaði hún sko alveg óskarsverðlaun fyrir leik sinn og bara guðlast að hafa hana ekki með í framhaldinu. En Buffalo Bill(Veit ekki hvað leikarinn heitir en endilega minnið mig á það)svínvirkaði sem kynferðislega brenlgaður fjöldamorðingi sem lítið var vitað um, og var það bara gott þar sem maðurinn fékk aðeins meiri dulúð og var miklu meira creepy fyrir vikið þar sem fláði fórnarlömb sín.
Jonathan Demme er frábær leikstjóri og tókst honum frábærlega upp og fínt væri ef hann settist aftur í leikstjóra stólin í næstu Hannibal mynd sem ber nafnið Red dragon og mun skarta þeim Edward Norton og Anthony Hopkins.



Til gamans má geta að þegar Hannibal Lecter og Clarice starling hittast í fyrsta sinn þá gefur Hannibal upp staðsetningu Buffalo Bills án þess að Clarice fatti það. :)

Brian Cox sem lék Hannibal Lecter fyrst í hinni afspyrnulélegu Manhunter var boðið að leika Hannibal í Silence of the lambs en hann afþakkaði alveg eins og Gene Hackman gerði og ég segi bara thank god, því engin annar en Anthony Hopkins getur leikið þennan mann.


Aðeins eitt að lokum , “I´m having a old friend for dinner”.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.